top of page

LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING FYRIR AÐGERÐ Í ENDAÞARMSOPI

MIKILVÆGT ER AÐ DREKKA MJÖG VEL AF VÖKVA ALLAN UNDIRBÚNINGSTÍMANN OG HREYFA SIG VEL

MATARÆÐI

Áríðandi er að halda hægðum mjúkum. Það fæst best með því að borða trefjaríkan mat (hveitiklíð, grænmeti og ávextir) og drekka mikið af vatni

 

HÆGÐIR

Ekki rembast við hægðalosun. Það eykur á blæðingarhættu, bjúgmyndun og verki.  Fyrstu vikurnar eftir aðgerð getur verið nauðsynlegt að nota hægðalyf: Magnesia medic 2x2, Sorbitol 20-30 ml x1-2, Paraffin olía 30 ml x2, HUSK.

 

HREINLÆTI

Bað eða sturta tvisvar á dag og eftir hægðir.

 

HREYFING

Öll hreyfing er góð. Forðastu langar setur.

 

VERKIR

Ekki nota lyf sem innihalda codein þar sem það getur valdið hægðatregðu. Paracetamol, Ibufen og Tramadol eru verkjalyf sem getur verið þörf fyrir eftir aðgerðina. Þú færð lyfseðil fyrir lyfjum sem þú þarft áður en þú ferð heim. Heit böð draga úr verkjum og kláða. Það er gott að nota AD krem á húðina við endaþarmsopið til að verja hana fyrir vökva úr sárinu. 

SÉRFRÆÐINGUR

Tryggvi%201_edited.jpg

TRYGGVI B. STEFÁNSSON

Skurðlæknir ristils og endaþarms

bottom of page