top of page

GILDIN OKKAR

Við sem störfum við Klíníkina Ármúla höfum eftirfarandi grunngildi í heiðri í okkar starfi. Við stöndum fyrir fagmennsku, við sýnum hlýju í öllum samskiptum,við erum þekkt fyrir okkar eldmóð við að leysa vanda okkar skjólstæðinga og öll okkar starfsemi byggir á trausti, hvort sem um er að ræða þagmælsku, heiðarleika eða fagmennsku. 

FAGMENNSKA

Skjólstæðingar og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku á öllum sviðum í Klíníkinni Ármúla.

 

HLÝLEIKI

​​Við sýnum skjólstæðingum og samstarfsfólki hlýleika í öllum okkar samskiptum.

 

ELDMÓÐUR

Við erum lausnamiðuð og jákvæð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki og sinnum okkar starfi af eldmóði.

 

TRAUST

Skjólstæðingar og starfsfólk getur treyst á þagmælsku og heiðarleika í öllum okkar samskiptum.

AdobeStock_108257687.jpeg

LÖG OG REGLUR STARFSEMINNAR

Klíníkin Ármúla er starfrækt í samræmi við lög og reglur sem um slíka starfsemi gilda á Íslandi:

 • Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

 • Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

 • Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000

 • Lög um lækningatæki nr. 16/2001

 • Reglugerð nr. 1265/2007 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

 • Reglugerð nr. 763/2000 um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.

 • Reglugerð nr. 786/2007 um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur

 • Reglugerð nr. 934/2010 um lækningatæki

 • Reglugerð nr. 936/2011 um virk, ígræðanleg lækningatæki

 • Gátlisti eftirlits- og gæðasviðs landlæknisembættisins um öryggi í skurðaðgerðum frá 2013.

 • Lög um persónuvernd, sjá einnig Persónuverndarstefna fyrirtækisins.

svæfing2.jpg
Klíníkin+Ármúla.jpeg

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

 

1. MARKMIÐ

Tryggja öryggi í meðferð persónugreinanlegra gagna í allri starfsemi fyrirtækisins í samræmi við lög og reglur er gilda um persónuvernd.

 

2. ALMENNT

Persónuvernd þín skiptir Klíníkina Ármúla ehf miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

 

3. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga. 

 

4. ÁBYRGÐ

Klíníkin Ármúla ehf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Klíníkin Ármúla ehf. með aðsetur að Ármúla 9, 108 Reykjavík, eru löglegir stjórnendur persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur að með því að senda skriflega fyrirspurn á mottaka@klinikin.is og með því að hringja í 519 7000.

 

5. SÖFNUN OG NOTKUN

Við söfnum upplýsingum um:

 • nafn þitt, símanúmer og netfang til að geta gengið frá tímabókunum og uppfyllt lagalegar skyldur okkar við að skrá sjúkraskrá þína við viðtal, símtal, meðferð eða önnur samskipti sem hafa með heilsufar þitt að gera,

 • nafn þitt, kennitölu, tegund, umfang og dagsetningu viðskipta til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum,

 • hvort þú sért með ofnæmi eða aðra heilsufarsbresti með þínu samþykki til að geta verndað brýna hagsmuni þína og annarra,

 •  nafn þitt, kyn, símanúmer og netfang með þínu samþykki til að geta haft samband við þig til að sinna gæðaeftirliti,

Þú getur skoðað og notað vefsvæði Klíníkurinnar Ármúla, www.klinikin.is, án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar. Við söfnum ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú nýtir þér þjónustu okkar, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn. 

 

6. MIÐLUN

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.

Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða -og eftirlitsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi. 

Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni. 

 

7. ÞRIÐJU AÐILAR 

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.  

 

8. VERNDUN 

Klíníkin Ármúla leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar  öryggisráðstafanir.

Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síðu Klíníkurinnar Ármúla, www.facebook.com/KLINIKIN

Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu. 

 

9. VARÐVEISLA

Klíníkin Ármúla reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við varðveitum persónuupplýsingar um þig allt að tvö ár að nema þú hafir með samþykki þínu veitt okkur heimild til að varðveita þær lengur eða ef okkur er það nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að varðveita þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til. 

 

10. RÉTTINDI ÞÍN

Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á mottaka@klinikin.is

a)    að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum,

b)   að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar,

c)    að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,

d)   að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær, 

e)    að andmæla og / eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,

f)     að fá afhendar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja,

g)   að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn,

h)    að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu. 

 

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Athygli er vakin á að innheimt er sérstakt ljósritunargjald ef farið er fram á fleira en eitt afrit. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar og/eða Embætti Landlæknis ef upplýsingarnar tengjast sjúkraskrá þinni. 

 

11. PERSÓNUVERND BARNA

Persónuupplýsingar um börn yngri en 13 ára er ekki safnað nema til að uppfylla lagalega skyldur við skráningu sjúkraskrá og vegna bókhaldslaga. Að öðru leyti er það ekki stefna Klíníkurinnar Ármúla ehf að safna eða varðveita persónuupplýsingar um neinn einstakling yngri en 13 ára.

Þegar óskað er eftir samþykki barns eða annars einstaklings sem á erfiðara að meðtaka upplýsingarnar t.d. sökum fötlunar á borð við blindu eða heyrnarleysi, vegna sjúkdóms eða ellisljóleika skal þess gætt að óskin sé sett fram með einföldum, skýrum og aðgengilegum hætti og henni fylgi með fullnægjandi fræðsla með tilliti til þroska og færni viðkomandi.   

 

12. BREYTINGAR

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; http://www.klinikin.is. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn.

EIGENDUR KLÍNÍKURINNAR ÁRMÚLA EHF

Það er markmið eigendahóps Klíníkurinnar Ármúla að meirihluta eign sé í höndum þeirra sem þar starfa. 

 

Eigendur eru:

 • Aðalbjörg Björgvinsdóttir, kvensjúkdómalæknir

 • Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir

 • Bóel Hjarta, viðskiptafræðingur

 • Bjarki Kristinsson, svæfingalæknir

 • Brynhildur Blomsterberg, hjúkrunarfræðingur

 • Einar Örn Einarsson, svæfingalæknir

 • Emil Árni Vilbergsson, háls-, nef og eyrnalæknir

 • Friðrik Thor Sigurbjörnsson, svæfingalæknir

 • Helena Sveinsdóttir, lýtalæknir

 • Helga Kristín Magnúsdóttir, svæfingalæknir

 • Hjálmar Þorsteinsson, bæklunarlæknir

 • Hrólfur Einarsson, svæfingalæknir

 • Ingi Hrafn Guðmundsson, bæklunarlæknir

 • Ívar Gunnarsson, svæfingalæknir

 • Jóhannes Árnason, lýtalæknir

 • ​Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdómalæknir

 • Kári Knútsson, lýtalæknir

 • Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir

 • María Sverrisdóttir, svæfingalæknir

 • Pétur Sigurjónsson, svæfingalæknir

 • Rógvi Winthereig Rasmussen, röntgenlæknir

 • Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

 • Sverrir Gauti Ríkarðsson, svæfingalæknir

 • Þórunn Agnes Einarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur

Enginn arður hefur verið greiddur til hluthafa.

bottom of page