Þjónustan okkar
Klíníkin veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu.
Veldu þjónustuflokk hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um mismunandi greiningar og meðferðir.
Bak og taugaverkir
Nýtt á Klíníkinni. Í vor var byrjað að taka á móti einstaklingum með bak- og/eða taugaverki út frá baki. Öflugt teymi skurðlækna býður upp á fjölbreytt meðferðarúrræði. Fræðsla, deyfingar, eftirlit og skurðaðgerðir. Framkvæmdar eru bakaðgerðir vegna m.a. brjóskloss eða þrenginga á mænugangi.
Greiningar, meðferðir og eftirlit. Fjölmargar brjóstaaðgerðir eru framkvæmdar á Klíníkinni í forvarnar-, greiningar- eða meðferðarskyni. Þar má nefna fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerðir og uppbygging brjósta vegna BRCA stökkbreytinga, aðgerðir til að fjarlægja góðkynja mein, brjóstaminnkanir, brjóstastækkanir með púða og/eða eigin fitu og brottnám brjóstapúða.
Bæklun og liðskipti
Greiningar og meðferðir stoðkerfisvanda. Við framkvæmum m.a. liðskipti á mjöðmum og hnjám, liðspeglanir á hnjám og öxlum og ýmsar aðgerðum á fótum.
Offita og efnaskipti
Erfiðleikar með þyngdarstjórnun og offita er vaxandi áskorun í þjóðfélaginu. Boðið er upp á vandað greiningarferli og viðeigandi meðferð. Í henni getur m.a. falist samtalsmeðferð, ráðgjöf, fræðsla, lyfjagjöf, mismunandi aðgerðir og eftirfylgd.
Kvenheilsa
Reyndir kvensjúkdómalæknar starfa á Klíníkinn. Framkvæmdar eru sérhæfðar aðgerðir vegna legslímuflakks (endómetríosu) og aðrar hefðbundnar kvensjúkdómaaðgerðir.
Hjá Klíníkinni starfa reynslumiklir lýtalæknar. Boðið er upp á flestar hefðbundnar lýtaaðgerðir ásamt stærri lýtaaðgerðum sem krefjast innlagnar í kjölfar aðgerðarinnar.
Melting og kviður
Færir almennir skurðlæknar með fjölbreytta undirsérhæfingu starfa hjá Klíníkinni ásamt meltingarlækni. Framkvæmdar eru m.a. kviðslitsaðgerðir, aðgerðir við gyllinæð og öðrum endaþarmskvillum, ristilaðgerðir, gallblöðrutökur og þindarslitsaðgerðir. Fjölmargar ristil- og magaspeglanir eru einnig framkvæmdar til skimana, greiningar, meðferðar og eftirlits.
Hér erum við
Hafðu samband
Sendu okkur tölvupóst:
Sláðu á þráðinn:
Staðsetning:
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Afgreiðslutími:
Mán-fös kl.07:30 - 16:00
Fréttir og fræðsluefni
Fylgstu með því nýjasta sem við erum að fást við á Klíníkinni.