top of page
KLINIKIn_edited_edited.png

Klíníkin Ármúla tekur vel á móti þér með þrautreyndum sérfræðilæknum og hjúkrunarfræðingum ásamt öðru starfsfólki þar sem allir leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi. Við vinnum sem sterk liðsheild með það að markmiði að greina vanda, ráðleggja um leiðir til lausna, framkvæma nauðsynlegar aðgerðir og fylgja þeim eftir í samstarfi við sjúklingana þannig að bati verði eins varanlegur og frekast er unnt. Þannig leggjum við grunn að auknum lífsgæðum til langs tíma.

BRJÓSTAMIÐSTÖÐIN

KLÍNÍKIN MEÐ STÓRA HJARTAÐ

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Á Klíníkinni eru fjórar skurðstofur sem búnar eru nýjustu tækjum og búnaði sem uppfyllir ströngustu kröfur alþjóðavísindasamfélagsins. Við erum eina einkarekna skurðaðgerðaþjónusta landsins sem hefur leyfi til reksturs legudeildar sem opnar okkur möguleika á stærri aðgerðum en ella. Á henni er ekkert til sparað til þess að fólki líði sem best á meðan það jafnar sig eftir aðgerð. 

Okkar framtíðarsýn er bestu mögulegu lífsgæði fyrir hvern sjúkling. Markmið allrar heilbrigðisþjónustu er að ná bestu mögulegum lífsgæðum fyrir sérhvern sjúkling. Margir verða þannig alveg frískir eftir meðferð og aðrir fá möguleika til bættra lífsgæða þótt sjúkdómurinn hverfi ekki. 

Okkar viðmið er hagur sjúklings er í fyrsta sæti. Í allri okkar vinnu kemur hagur sjúklingsins fyrst. 

Okkar gildi eru fagmennska, hlýleiki, eldmóður og traust.

bottom of page