top of page
ermi3_edited_edited_edited.jpg
OFFITU%20copy_edited.png

OFFITA / EFNASKIPTASJÚKDÓMAR

offita-efnaskiptasjúkdómar

Algengi yfirþyngdar og offitu hefur aukist hratt á Íslandi og er nú stærsta ógnin við framtíðar heilsufar þjóðarinnar.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir offitu sem líkamsþyngdarstuðul (BMI: body mass index) >30 kg/m2 og alvarlega offitu þegar BMI er >35 kg/m2. Árið 2007 voru um 20% Íslendinga með BMI >30 kg/m2 eða um 60.000 einstaklingar. Áætla má að um fimmtungur þeirra sé með BMI>35 kg/m2 eða um 12.000 manns.

Á Klíníkinni bjóðum við upp á þverfaglega þjónustu fyrir einstaklinga í yfirþyngd. Í teyminu starfa skurðlæknir, hjúkrunarfræðingur og næringarfræðingur sem vinna náið þannig að þú getir náð sem bestum árangri.

Verið velkomin til okkar í Ármúlann þar sem teymið okkar hjálpar þér að ná árangri sem bætir lífið!

JÁKVÆÐ ÁHRIF OFFITUAÐGERÐA

Um 70% læknast af sykursýki gerð 2

Um 50% læknast af of háum blóðþrýstingi

Um 50% sjúklinga geta hætt á blóðfitulyfjum

Kæfisvefn hverfur hjá rúmlega 80% sjúklinga

HVAÐA MEÐFERÐIR ERU Í BOÐI OG HVER ER ÁRANGURINN?

Offituaðgerðir eru eina meðferðin sem gefur varanlegan árangur í baráttunni við fylgisjúkdóma offitu. 

 

Á Klíníkinni eru framkvæmdar þrjár tegundir aðgerða sem allar eru framkvæmdar um kviðsjá:

Hefðbundin magahjáveita (gastric bypass) var lengi algengasta aðgerðin. Þyngd sjúklinga minnkar varanlega og sykursýki af gerð 2 læknast í 70% tilfella. Líta verður á hjáveitu sem endanlega aðgerð.

 

Mini-hjáveita eða einnar-tengingar hjáveita (mini-gastric bypass eða one-anastomosis gastric bypass) er nýlegt afbrigði af hjáveituaðgerð. Hún er einfaldari í framkvæmd auk þess sem minni hætta er á fylgikvillum. Áhrif hennar á þyngd og efnaskiptasjúkdóma er sambærileg við hefðbundna hjáveitu.​

 

Magaermi (Sleeve gastrectomy) er algengasta tegund offituaðgerða. Hún er einföld í framkvæmd og alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir. Aðgerðin hefur góð áhrif á þyngd og efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki gerð 2, en áhrifin eru yfirleitt ekki jafn mikil og eftir magahjáveitu.

LEIÐANDI SÉRFRÆÐINGAR Á SÍNU SVIÐI 

A%C3%B0alsteinn_edited.jpg

Kviðarholsskurðlæknir

SigurdurBlondal-Edit_pp_edited.jpg

SIGURÐUR
BLÖNDAL

Kviðarholsskurðlæknir

Þorsteinn_edited.jpg

ÞORSTEINN VIÐAR VIKTORSSON

Skurðlæknir

GSS_6611.jpg

JÓNÍNA INGÓLFSDÓTTIR

Skurðlæknir

AnnaMaria 1_pp_edited.jpg

Hjúkrunarfræðingur

BrietB_edited_edited.jpg

BRÍET BIRGISDÓTTIR

Hjúkrunarfræðingur

Dagny%20Olafs_edited.jpg

DAGNÝ ÓLAFSDÓTTIR

Næringarfræðingur

RutEiriks_.jpg

RUT EIRÍKSDÓTTIR

Hjúkrunarfræðingur

bottom of page