ermi3_edited.jpg

OFFITA / EFNASKIPTASJÚKDÓMAR

 

Algengi yfirþyngdar og offitu hefur aukist hratt á Íslandi og er nú stærsta ógnin við framtíðar heilsufar þjóðarinnar.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir offitu sem líkamsþyngdarstuðul (BMI: body mass index) >30 kg/m2 og alvarlega offitu þegar BMI er >35 kg/m2. Árið 2007 voru um 20% Íslendinga með BMI >30 kg/m2 eða um 60.000 einstaklingar. Áætla má að um fimmtungur þeirra sé með BMI>35 kg/m2 eða um 12.000 manns.

Á Klíníkinni bjóðum við upp á þverfaglega þjónustu fyrir einstaklinga í yfirþyngd. Í teyminu starfa skurðlæknir, hjúkrunarfræðingur og næringarfræðingur sem vinna náið þannig að þú getir náð sem bestum árangri.

Verið velkomin til okkar í Ármúlann þar sem teymið okkar hjálpar þér að ná árangri sem bætir lífið!

JÁKVÆÐ ÁHRIF OFFITUAÐGERÐA

Um 70% læknast af sykursýki gerð 2

Um 50% læknast af of háum blóðþrýstingi

Um 50% sjúklinga geta hætt á blóðfitulyfjum

Kæfisvefn hverfur hjá rúmlega 80% sjúklinga

HVAÐA MEÐFERÐIR ERU Í BOÐI OG HVER ER ÁRANGURINN?

Offituaðgerðir eru eina meðferðin sem gefur varanlegan árangur í baráttunni við fylgisjúkdóma offitu. 

 

Á Klíníkinni eru framkvæmdar þrjár tegundir aðgerða sem allar eru framkvæmdar um kviðsjá:

Hefðbundin magahjáveita (gastric bypass) var lengi algengasta aðgerðin. Þyngd sjúklinga minnkar varanlega og sykursýki af gerð 2 læknast í 70% tilfella. Líta verður á hjáveitu sem endanlega aðgerð.

 

Mini-hjáveita eða einnar-tengingar hjáveita (mini-gastric bypass eða one-anastomosis gastric bypass) er nýlegt afbrigði af hjáveituaðgerð. Hún er einfaldari í framkvæmd auk þess sem minni hætta er á fylgikvillum. Áhrif hennar á þyngd og efnaskiptasjúkdóma er sambærileg við hefðbundna hjáveitu.​

 

Magaermi (Sleeve gastrectomy) er algengasta tegund offituaðgerða. Hún er einföld í framkvæmd og alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir. Aðgerðin hefur góð áhrif á þyngd og efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki gerð 2, en áhrifin eru yfirleitt ekki jafn mikil og eftir magahjáveitu.

HITTU TEYMIÐ

BRÍET BIRGISDÓTTIR

Hjúkrunarfræðingur

DAGNÝ ÓLAFSDÓTTIR

Næringarfræðingur

HAFA SAMBAND

Klíníkin Ármúla

Ármúli 9,

108 Reykjavík

Sími: 519 7000

Tölvupóstfang: mottaka@klinikin.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is