top of page

LEIÐANDI SÉRFRÆÐINGAR Á SÍNU SVIÐI

_DSC0094_edited.jpg
B%C3%86KLUN_edited.png

EINKENNI FRÁ STOÐKERFI

Stoðkerfisvandi er ein algengasta ástæða þess að við leitum til læknis. Öll finnum við einhvern tímann fyrir einkennum frá stoðkerfinu, oftast eru þau álagstengd og eru ekki sjúkleg. Margir þjást þó af sjúkdómum í stoðkerfinu þar sem hægt er að lágmarka einkenni þeirra með réttri meðhöndlun.

Við leggjum áherslu á þverfaglega nálgun og vinnum því náið með sjúkraþjálfurum.  Þannig stuðlum við að heildstæðri umgjörð sem tryggir að sjúklingar fái fyrsta flokks þjónustu, hvort sem það snýr að greiningu, meðferð/aðgerð eða eftirfylgd og endurhæfingu.

Á Klínikinni starfa reyndir bæklunarlæknar með sérhæfingu meðal annars í liðskiptum og liðspeglunum auk sérhæfingar í handaraðgerðum. Með skurðstofum og aðstöðu sem uppfyllir ströngustu kröfur á alþjóðlegum mælikvarða getum við boðið þér hágæða og örugga þjónustu.

 

Verið velkomin til okkar í Ármúlann þar sem bæklunarlæknar og sjúkraþjálfarar hjálpa ykkur að ná árangri sem bætir lífið.

Samingur um liðskiptaaðgerðir við Sjúkratryggingar Íslands tryggir þeim er hafa verið á biðlista eftir liðskiptum á mjöðm eða hné í 9 mánuði eða lengur fulla greiðsluþáttöku. Þeir sem ekki eru á biðlista eða hafa ekki náð þeim mörkum að hafa beðið í 9 mánuði hafa þann kost að greiða sína aðgerð sjálfir ef bið er óásættanleg. 

Slitgigt

SLITGIGT

Slitgigt er vegna ójafnvægis í niðurbroti og endurbyggingu liðbrjósks, þannig verður liðbrjóskið þynnra og liðurinn fer að mynda beinnabba við liðbrúnir sem skerðir hreyfigetu liðsins. Þegar liðskemmdirnar eru orðnar miklar er oft allt liðbrjósk horfið sem veldur því að beinið er bert, á sama tíma breytist magn og gæði liðvökvans þannig að liðurinn bólgnar upp við álag. Þetta er ástæða þriggja helstu einkenna slitgigtar:

  • Verkir við álag

  • Skert hreyfigeta

  • Stirðleiki

Ástæða þess að sum okkar þróa með sér slitgigt er að mestu óþekkt. Það er þó ljóst að ástæðan er fjölþætt og sjaldan er eingöngu ein ástæða þar að baki. Nokkrir áhættuþættir eru vel þekktir:

  • Kyn (konur eru í meiri áhættu að þjást af slitgigt en menn)

  • Aldur (liðbrjóskið eins og aðrir vefir líkamans verða fyrir öldrun og tapa gæðum)

  • Þyngd (offituvandamál eykur líkur á slitgigt, sérstaklega í hnjám)

  • Fyrri áverkar (brot eða alvarlegir liðbandaáverkar)

Slitgigt er mjög algeng, þannig er greinanleg slitgigt á röntgenmynd hjá um 5% af einstaklingum á aldrinum 35-54 ára. Slitgigt fer vaxandi með aldri, hlutfall þeirra sem eldri eru en 65 ára og þjást af slitgigt er hátt. Þó er það ekki þannig að allir sem hafa slitbreytingar hafi einkenni af sjúkdómnum. 

xray6_bilateral_knee-LG.jpg

EINKENNAMINNKANDI MEÐFERÐ

Flestir þurfa á lítilli eða engri meðferð að halda, oft duga ráðleggingar um breyttan lífstíl þar sem áhersla er á að vinna gegn ofþyngd, stunda reglulega hreyfingu og nota almenna einkennaminnkandi meðferð.

Ef einkenni eru orðin dagleg og versna við álag þarf oft að grípa til kröftugri einkennaminnkandi meðferðar svo sem lyfjameðferð (paracetamól og/eða bólgueyðandi lyf eins og naproxen, íbúfen og voltaren), ekki er ráðlegt að nota þyngri verkjalyf eins og morfínskyld lyf. Ef um slit í hné er að ræða getur jafnvel verið kostur að lágmarka einkenni með notkun spelku áður en til aðgerðar kemur. 

APS (Autologous Protein Solution) meðferð er nýjung í einkennameðferð slitgigtar og liðskemmda. Meðferðin felst í að blóðþáttur (blóðflögur, vaxtaþættir og bólgueyðandi þættir) er unninn úr blóði sjúklings og síðan sprautað í viðkomandi lið.

Rannsóknir sýna langvarandi (meira en 1 ár) árangur með minnkuðum einkennum og aukinni færni.

nStride fig1.jpeg
nStride fig2.jpeg
nStride fig3.jpeg

LIÐSKIPTAAÐGERÐIR

Samingur um liðskiptaaðgerðir við Sjúkratryggingar Íslands tryggir þeim er hafa verið á biðlista eftir liðskiptum á mjöðm eða hné í 9 mánuði eða lengur fulla greiðsluþáttöku. Þeir sem ekki eru á biðlista eða hafa ekki náð þeim mörkum að hafa beðið í 9 mánuði hafa þann kost að greiða sína aðgerð sjálfir ef bið er óásættanleg. 

bottom of page