top of page

LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING FYRIR LASER AÐGERÐ VEGNA GYLLINÆÐ 

 SVONA ER PICOPREP TEKIÐ

 

  1. Taktu glas með 150 ml af köldu vatni.

  2. Helltu duftinu úr einu bréfi í vatnið.*

  3. Hrærðu í blöndunni í 2 – 3 mínútur. Þegar blandan hættir að Freyða er hún tilbúin. Blandan mun vera beinhvít. 

  4. Drekktu nú blönduna, helst innan 15 mínútna. 

  5. Drekkið a.m.k. 2 ltr. af tærum vökva eftir hvort bréf. 

 

1–6 klst. eftir að þú hefur tekið lyfið fer það að virka, því er nauðsynlegt að vera nálægt salerni.

 

Áður en blandan er drukkin, er gott að fyrirbyggja óþægindi við endaþarm og nota vatnsfráhrindandi krem, s.s. Vaselin, A+D krem eða júgursmyrsli.

MIKILVÆGT ER AÐ DREKKA MJÖG VEL AF VÖKVA ALLAN UNDIRBÚNINGSTÍMANN OG HREYFA SIG VEL

Mikilvægt er að drekka ekki eingöngu vatn og gæta þess að borða einnig sykur og sölt. Athugið að ekki má neyta mjólkurvara.  Einnig skal forðast litsterka safa eins og rauðrófusafa og einnig litsterka orkudrykki

 

Dæmi um tært fljótandi fæði:

  • Síaðar, tærar ávaxta-og grænmetissúpur.  Tilvalið að nota súputeninga og tærar pakkasúpur.

  • Síuð kjötsúpa

  • Ávaxtasafar án aldinkjöts.

  • Gosdrykkir (ekki sykurlausa því líkaminn þarf á orku að halda).

  • Tæra orkudrykki.

  • Te og svart kaffi, gjarnan með sykri eða hunangi (án mjólkur)  

  • Frostpinnar án súkkulaðis.

  • Pilsner, malt

  • Það má vera með tyggjó og einnig sjúga brjóstsykur

SÉRFRÆÐINGUR

Tryggvi%201_edited.jpg

TRYGGVI B. STEFÁNSSON

Skurðlæknir ristils og endaþarms

bottom of page