Greining og algengi offitu //

Algengi yfirþyngdar og offitu hefur aukist hratt á Íslandi og er nú stærsta ógnin við framtíðar heilsufar þjóðarinnar.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir offitu sem líkamsþyngdarstuðul (BMI: body mass index) >30 kg/m2 og alvarlega offitu þegar BMI er >35 kg/m2.

 

Árið 2007 voru um 20% Íslendinga með BMI >30 kg/m2 eða um 60.000 einstaklingar. Áætla má að um fimmtungur þeirra sé með BMI>35 kg/m2 eða um 12.000 manns.

Leiðandi sérfræðingur á sínu sviði //

Aðalsteinn Arnarson er  skurðlæknir með sérhæfingu í aðgerðum í efri hluta kviðarhols þar á meðal offituaðgerðum. 

Við bjóðum upp á þverfaglega þjónustu fyrir einstaklinga í yfirþyngd. Í teyminu starfa meðal annars skurðlæknir, hjúkrunarfræðingar og næringarfræðingur.

JÁKVÆÐ ÁHRIF OFFITUAÐGERÐA

 • UM 70% LÆKNAST AF SYKURSÝKI GERÐ 2

 • RÚMLEGA HELMINGUR LÆKNAST AF OF HÁUM BLÓÐÞRÝSTINGI

 • KÆFISVEFN HVERFUR HJÁ RÚMLEGA 80% SJÚKLINGA

 • UM HELMINGUR SJÚKLINGA GETUR HÆTT Á BLÓÐFITULYFJUM

Hvaða meðferðir eru í boði og hver er árangurinn? //

Offituaðgerðir eru eina meðferðin sem gefur varanlegan árangur í baráttunni við fylgisjúkdóma offitu. 

 

Á Klíníkinni eru framkvæmdar þrjár tegundir aðgerða sem allar eru framkvæmdar um kviðsjá:

 • Magahjáveita - hægt er að velja á milli tveggja tegunda hjáveituaðgerða

  • Hefðbundin magahjáveita (gastric bypass) var lengi algengasta aðgerðin. Þyngd sjúklinga minnkar varanlega og sykursýki af gerð 2 læknast í 70% tilfella. Líta verður á hjáveitu sem endanlega aðgerð.

  • Mini-hjáveita eða einnar-tengingar hjáveita (mini-gastric bypass eða one-anastomosis gastric bypass) er nýlegt afbrigði af hjáveituaðgerð. Hún er einfaldari í framkvæmd auk þess sem minni hætta er á fylgikvillum. Áhrif hennar á þyngd og efnaskiptasjúkdóma er sambærileg við hefðbundna hjáveitu.

 • ​Magaermi (Sleeve gastrectomy) er algengasta tegund offituaðgerða. Hún er einföld í framkvæmd og alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir. Aðgerðin hefur góð áhrif á þyngd og efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki gerð 2, en áhrifin eru yfirleitt ekki jafn mikil og eftir magahjáveitu.

Verðskrá:

Aðgerðir vegna offitu eru ekki innan samnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingur þarf því að greiða aðgerðina að fullu. Verð aðgerðar er 1.200.000 kr. og er allur kostnaður vegna aðgerðar og legu í kjölfar aðgerðar innifalinn. Sjúklingur útskrifast að jafnaði daginn eftir aðgerð. Sum stéttarfélög veita styrk sem nota má til að greiða fyrir aðgerð eða næringarráðgjöf.

Af hverju að fara í aðgerð í Klíníkinni?

 • Allt einnota efni í aðgerð einungis frá bestu framleiðendum (Medtronic eða Ethicon).

 • Reynslumikið starfsfólk. Þú færð ítarlegt mat á því hvaða aðgerð hentar þér best miðað við þyngd og aðra sjúkdóma - einungis er boðið upp á aðgerðir sem eru viðurkenndar alþjóðlega sem árangursríkar í dag. Við gefum okkur góðan tíma í aðgerðinni og leggjum allan okkar metnað í að tryggja sem bestan árangur.

 • Njóttu þess að hvílast í einkaherbergi eftir aðgerðina. Þú getur haft aðstandenda hjá þér.

 • Góð eftirfylgni - sérstaklega ef upp koma stærri eða minni vandamál eftir aðgerð.

MAGAAÐGERÐIR VEGNA OFFITU

Samkvæmt mörgum rannsóknum skila hefðbundnar meðferðir við offitu eins og breytt mataræði og aukin hreyfing sjaldan langtíma árangri og yfirleitt er árangur slíkra meðferða genginn til baka á innan við 5 árum.

 

Það sama á við um notkun þeirra lyfja, sem eru eða hafa verið á markaði – annars vegar er árangur lyfjameðferðarinnar óverulegur og fólk nær ekki að halda áunnum árangri í langan tíma.

 

Offituaðgerðir hafa enn sem komið er reynst vera eina meðferðin, sem gefur langtíma árangur með lægri líkamsþyngd og góðum áhrifum á fylgisjúkdóma offitunnar.

Hefðbundin hjáveita

Magahjáveituaðgerð hefur verið algengasta offituaðgerðin undanfarin ár. Yfir 20 ára reynsla er á þessari tegund offituaðgerða og nú er um helmingur allra slíkra aðgerða framkvæmdar á þennan hátt.

 

Í aðgerðinni er maganum skipt í tvo hluta, lítinn magapoka sem rúmar ekki nema um 20 ml (á stærð við golfkúlu). Mjógirni er síðan tengt upp á þennan magapoka og þar með er veitt fram hjá stærri hluta magans, skeifugörn og efsta hluta mjógirnis.

Ári eftir aðgerðina getur þú gert ráð fyrir því að stærstur hluti yfirþyngdarinnar sé horfinn. Til lengri tíma litið mátt þú gera ráð fyrir að losna við 65-75% yfirþyngdar.

Til að tryggja varanlegan árangur er nauðsynlegt að breyta lífsstíl og mataræði. Eftir aðgerð er líklegt að þú þolir illa kolvetni og fituríkar máltíðir sem geta valdið losun (dumping). Þér líður betur á próteinríku fæði og grænmeti. Eftir þessa aðgerð eru áhrif áfengis meiri og misnotkun getur leitt til alkóhólisma. Fólki með alvarlega átröskun er almennt ekki ráðlagt að fara í offituaðgerð.

Samhliða þyngdartapi hefur magahjáveituaðgerð kraftmikil áhrif á heilsuna. Yfir helmingur sjúklinga með sykursýki gerð 2 læknast og getur hætt að nota sykursýkilyf. Aðgerðin hefur auk þess mjög jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, minnkar hættu á myndun margra tegunda krabbameins og fækkar snemmbærum dauðsföllum. Um 80% sjúklinga læknast af kæfisvefni. Konur sem hafa ekki getað eignast börn verða oft frjóar eftir aðgerðina. Mundu eftir getnaðarvörn! Liðverkir minnka og almenn lífsgæði aukast.

Mini-hjáveita //

Mini-hjáveita er eitt nýjasta afbrigði offituaðgerða. Árangur hennar á yfirþyngd og efnaskiptasjúkdóma eins og sykursýki af gerð 2 er sambærilegur við hefðbundna hjáveituaðgerð (gastric bypass).

Aðgerðin er einfaldari en hefðbundin hjáveituaðgerð og sem dæmi er einungis gerð ein tenging í stað tveggja.

Minni hætta er á ákveðnum tegundum fylgikvilla eins og losun (dumping) og garnaflækju.

Ári eftir aðgerðina getur þú gert ráð fyrir því að stærstur hluti yfirþyngdarinnar sé horfinn. Til lengri tíma litið mátt þú gera ráð fyrir að losna við 65-75% yfirþyngdar.

Til að tryggja varanlegan árangur er nauðsynlegt að breyta lífsstíl og mataræði. Eftir aðgerð er líklegt að þú þolir illa kolvetni og fituríkar máltíðir sem geta valdið losun (dumping). Þér líður betur á próteinríku fæði og grænmeti. Eftir þessa aðgerð eru áhrif áfengis meiri og misnotkun getur leitt til alkóhólisma. Fólki með alvarlega átröskun er almennt ekki ráðlagt að fara í offituaðgerð.

Samhliða þyngdartapi hefur magahjáveituaðgerð kraftmikil áhrif á heilsuna. Yfir helmingur sjúklinga með sykursýki gerð 2 læknast og getur hætt að nota sykursýkilyf. Aðgerðin hefur auk þess mjög jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, minnkar hættu á myndun margra tegunda krabbameins og fækkar snemmbærum dauðsföllum. Um 80% sjúklinga læknast af kæfisvefni. Konur sem hafa ekki getað eignast börn verða oft frjóar eftir aðgerðina. Mundu eftir getnaðarvörn! Liðverkir minnka og almenn lífsgæði aukast.

Magaermi //

Magaermi er orðin algengasta offituaðgerðin og hefur verið framkvæmd í yfir 10 ár. Árangurinn er heldur minni í samanburði við magahjáveituaðgerð en aðgerðin hefur samtímis vissa kosti.

Líkurnar á ákveðnum langtímafylgikvillum eru minni en við hefðbundna hjáveituaðgerð og má þar helst nefna hættuna á garnaflækju. Sjúklingar fá síður losun (dumping syndrome). 

Við magaermi er 85-90% magans fjarlægður og eftir verður grannur "banana-formaður" magi sem er innan við 100 ml að rúmmáli. Ekki er gerð nein tenging eða hjáveita á smágirni. Hættan á næringarskorti er því minni en við hjáveituaðgerðir.

Aðgerðin læknar í mörgum tilvikum ýmsa fylgisjúkdóma offitunnar eins og sykursýki gerð 2, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Eins eykur hún lífsgæðin verulega vegna minna álags á berandi liði og margir sjúklingar læknast af kæfisvefni. 

Myndband //

Útskýring á magaerma aðgerð (gastric sleeve)

Einn af meðferðarmöguleikum alvarlegrar offitu er varanleg minnkun magarúmmáls með aðgerð þar sem hluti magasekksins er varanlega fjarlægður.

Myndband //

Útskýring á magahjáveituaðgerð (gastric bypass)

Einn af meðferðarmöguleikum alvarlegrar offitu er magahjáveituaðgerð.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is