LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING FYRIR AÐGERÐ VEGNA TVÍBURABRÓÐUR
Fyrir aðgerð
Reykingar óæskilegar. Hvílast vel. Bað eða sturta kvöldið fyrir aðgerð og aðgerðardagsmorgun. Forðast notkun blóðþynnandi lyfja td þeirra sem innihalda magnýl og bólgueyðandi lyfja (td Ibufen, Voltaren, Naprox...) í 8 daga fyrir aðgerðina. Kóvar þarf að hætta að taka 5 dögum fyrir aðgerð. Xaralto, Eliquis og Pradaxa á ekki að taka í 3 daga fyrir aðgerð. Öll önnur lyf áttu að taka eins og venjulega. Þeir sjúklingar sem taka blóðþrýstingslækkandi lyf eða hjartalyf mega taka þau með vatnssopa að morgni aðgerðardags.
Eftir aðgerð
Að lokinni aðgerð færðu að jafna þig í rúmi á vöknunardeildinni og þegar þú treystir þér til ferðu heim. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi mataræði, vinnu o.fl. eftir aðgerðina verður leyst úr þeim fyrir heimferð. Ath. Þú færð róandi lyf eða svefnlyf í aðgerðinni og mátt þess vegna ekki keyra bíl eftir aðgerðina.
Verkir: Fyrstu dagana má búast við óþægindum í aðgerðarsári. Þú færð lyfseðil fyrir verkjalyfi ef með þarf áður en þú ferð heim.
Skurðsár: Skurðsárin eru lítil göt í skorunni aftan við endaþarmsopið og ekki þörf á því að sauma þau saman. Þú þarft ekki að hlífa þessum sárum en þú þarft að halda þeim hreinum (þvo með vatni og sápu) og þurrum (hafa grisju á milli rasskinnanna).
Í laser aðgerð er þræddur grannur þráður í gegn um götin. Hárasekkurinn er brenndur að innan með laser.
VAAFT aðgerð er gerð með litlu speglunartæki sem er þrætt inn í ganginn og hár og fitusekkir hreinsaðir úr ganginum og brennt með brennara.
Val á aðgerðartegund fer eftir eðli sjúkdómsins.
SÉRFRÆÐINGUR

TRYGGVI B. STEFÁNSSON
Skurðlæknir ristils og endaþarms