top of page
Search

Klíníkin hlýtur jafnlaunavottun!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Klíníkin Ármúla hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012!


Með vottuninni höfum við á Klíníkinni fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnum sem eiga að fyrirbyggja beina og óbeina mismunun og sýnt fram á að komið hefur verið á stjórnkerfi sem á að tryggja að ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Allt þetta miðar að því að viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Klíníkurinnar.


Vinna við jafnlaunakerfið hófst í nóvember 2022 og leituðum við til úttektaraðilans Versa Vottunar. Vinnan við að setja upp jafnlaunakerfið og úttektarferlið hjá Versa Vottun hefur hjálpað okkur að öðlast betri innsýn í jafnlaunamál og hvar tækifæri liggja til betrumbóta.


Við erum virkilega stolt af þessum áfanga okkar sem við teljum vera mikilvægan þátt í því að sýna samfélagslega ábyrgð.




bottom of page