top of page
_DSC1868.jpg
kvennaklinikinlogo.png

AÐGERÐIR

Boðið er upp á helstu aðgerðir innan kvensjúkdómalækninga á Klíníkinni. Þar má nefna legnám, fjarlægja vöðvahnúta, aðgerðir við endómetríósu, upphengingu á legi/leggöngum, fjarlægja blöðrur á eggjastokkum og setja leghálssaum við bilun í leghálsi. Þessar aðgerðir eru undantekningalaust gerðar í kviðsjá án holskurðar. Aðgerðir í kviðsjá (e. laparoscopy) hafa marga kosti umfram aðgerðir um holskurð. Konur hafa minni verki, eru fljótari að jafna sig og jafnframt er tíðni aukaverkana mun minni. Það þarf hins vegar töluverða færni til að geta gert stærri aðgerðir í kviðsjá fljótt og örugglega og getur tekið langan tíma fyrir skurðlækna að ná góðri þjálfun í flóknari kviðsjáraðgerðum. 

 

Jón Ívar Einarsson er sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum og er jafnframt með undirsérhæfingu í kviðsjáraðgerðum og sá eini hérlendis sem hefur lokið slíku undirsérnámi í Bandaríkjunum. Síðustu 15 ár hefur hann stjórnað deild á einu virtasta sjúkrahúsi Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í flóknum kviðsjáraðgerðum. Þrátt fyrir að fá send flókin tilfelli alls staðar frá Bandaríkjunum og erlendis frá, eru yfir 99% aðgerða gerðar í kviðsjá og líkur á að breyta þurfi aðgerð í holskurð er minni en 1/1000. Stór hluti þeirra tilfella sem Jón hefur séð um í Boston hafa verið send frá öðrum læknum sem treystu sér ekki til að framkvæma aðgerðina. Því er mikilvægt að fá annað álit ef konum er sagt að það eina sem komi til greina sé holskurður, eða að einhver aðgerð sé „of flókin“ til að framkvæma í kviðsjá. Jón er einn fárra skurðlækna í heiminum sem hefur verið viðurkenndur af iCare Better, en þar senda skurðlæknar inn myndbönd af aðgerðum sínum við endómetríósu sem eru svo metin af viðurkenndum skurðlæknum sem vita ekki hvern þeir eru að meta. Gerðar eru miklar kröfur og einungis þeir allra bestu fá vottun hjá þessum samtökum. 

 

Klíníkin mun leitast við að sinna konum sem þarfnast aðgerðar fljótt og vel og gera má ráð fyrir að komast í aðgerð á innan við mánuði þegar starfsemin er komin í fullan gang upp úr áramótum. Flestar konur geta útskrifast samdægurs eftir kviðsjáraðgerðir en ef konur koma utan af landi þá gæti verið góð hugmynd að gista á hóteli í eina til tvær nætur eftir aðgerð.

LEIÐANDI SÉRFRÆÐINGAR Á SÍNU SVIÐI

Klinikin_JonIvar%25201_edited_edited.jpg

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir

Kvensjúkdómalæknir með mikla reynslu í aðgerðum á svæsinni endómetríósu, ásamt aðgerðum eins og legnámi, fjarlægingu vöðvahnúta og upphengingu á legi/leggöngum

Klinikin_Sigfus-2.jpg

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir

bottom of page