top of page
Nude249063.jpg

BRJÓSTASTÆKKUN MEÐ PÚÐUM

Brjóstastækkun

Brjóstastækkun með silikonbrjóstapúða hefur síðan rétt eftir 1960 verið ein af algengustu lýtaaðgerðum sem framkvæmd er í fegrunarskyni. Silikonpúðarnir hafa gengið í gegnum gífurlega þróun að þessum 50 árum og hafa í dag langan líftíma og sjaldgæft að það komi fram alvarlegir fylgikvillar.

Púðarnir sem notaðir eru í dag eru byggðir upp af ytri skel sem er annaðhvort slétt eða hrjúf á yfirborði. Púðarnir eru eru fylltir með samanhangandi geli (cohesive) sem getur verið misstíft.  Púðunum má skifta að grunni til í tvö form; kringlóttir (round) eða dropaform (anatomisk).  Innan þessara forma finnast síðan hinar ýmsu stærðir og gerðir.

Þetta fjölbreitta val gerir það kleift að lýtalæknirinn út frá mælingum og líkamsbyggingu hvers sjúklings getur aðlagað val á púða fyrir hvern og einn einstakling. Með þessu getur viðkomandi náð að komast sem næst því brjóstlagi og stærð sem hún óskar sér í samvinnu við lýtalækninn.

Brjóstastækkun er gerð í gegnum lítinn skurð (4-6 cm) annaðhvort undir brjóstinu, í neðri kantinum á geirvörtunni eða í holhöndinni.  Í flestum tilfellum verða örin minna sjáanleg með tímanum, þó verður að gera ráð fyrir að þau hverfi ekki alveg.  Púðinn er settur í holrúm sem er myndað annað hvort undir  eða ofan á stóra brjóstvöðvanum, bak við brjóstið.  Val um staðsetningu púða er gerð í samráði með viðkomandi og hefur það töluvert með val að gera hvernig líkamsbyggingu viðkomandi hefur og hvaða form viðkomandi gjarnan vill fá.  Það eru engar afgerandi rannsóknir sem segja að ein aðferðin sé afgerandi betri en önnur.

Það er því í samráði með lýtalækninum og hans/hennar ráðleggingum að þið ákveðið hvar skurðurinn er gerður og þar með hvar örið verður og hvar púðinn er settur.

 

Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að gerð brjóstalyftingu ásamt brjóstastækkun til að ná að besta mögulega árangri varðandi útlit á brjóstunum eftir aðgerð. Þetta á sérstaklega við ef brjóstin hanga.

Nude248919-Edit.jpg

LÍFSTÍÐARÁBYRGÐ

Þeir púðar sem við notum koma frá stærstu framleiðendum silikon púða og eru af besta gæðaflokki.  Framleiðendur veita lífstíðarábyrgð á púðunum.  Þ.e ef púðinn gefur sig og fer að leka á maður rétt að fá nýjan púða.  Fyrstu 10 árin eftir aðgerð greiða þeir einnig allt að 1000 evrur í bætur sem geta notast til að greiða fyrir að skipta um púðann.  Rannsóknir sýna að um það bil 1-2% af púðum geti gefið sig fyrstu 10 árin.

BRJÓSTASTÆKKUN MEÐ EIGIN FITU

Brjóstastækkun með eigin fitu hefur vaxið í vinsældum seinustu ár. Með þessu getur sjúklingurinn slegið tvær flugur í einu höggi þ.e. að fjarlægja fitu á óæskilegum stað og nota hana til að móta og fylla út brjóstin.

Það eru þó ákveðnir annmarkar á hversu mikla fitu er hægt að flytja í einni aðgerð svo fitan nái að setjast og mynda fyllingu sem verður varanleg.  Það getur þurft að gera fleiri en eina aðgerð til að ná settu marki ef um er að ræða stækkun sem skal vera yfir 150 ml á hvorri hlið. En þetta er þó mjög einstaklingsbundið við líkamsbyggingu hvers sjúklings).

 

Önnur óvissa við þessar aðgerðir er að ekki er alltaf hægt að sjá fyrir hvað mikil fylling situr til lengdar en almenn þumalputtaregla er í kringum 60-80 % af fyllingunni verður varanleg. 

ALGENGUSTU ORSAKIR ÞESS AÐ KONUR VELJA BRJÓSTASTÆKKUN

  1. Þær sem hafa mjög lítil eða engin brjóst vegna vanþroska brjóstvefs.

  2. Þær sem hafa misst fyllinguna í brjóstunum eftir brjóstagjöf , þyngdartap eða vegna aldurs.

  3. Þær sem hafa eðlilega stærð en vilja gjarnan stærri brjóst.

  4. Þær sem leita eftir að rétta til misstór brjóst.

FJARLÆGING / SKIPTI Á BRJÓSTAPÚÐUM

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir að fjarlægja þarf brjóstapúða eða skipta um þá.  Ef einungis er ósk um að fjarlægja púðana og þeir eru heilir er þetta oftast tiltölulega einföld aðgerð ef ekki þörf á að fjarlægja annað en púðann og örvefshimnan er skilin eftir.  En ef púðinn er ónýtur og mikil erting er í örvefshimnunni og vefnum í kringum púðann getur einnig þurft að fjarlægja himnuna með.  Það er mun meiri aðgerð og tekur meiri tíma.

Við einungis fjarlægingu af púðum tapast sú fylling sem púðinn veitti og það er mjög einstaklingsbundið hvaða breytingar verða á brjóstinu. Þetta fer meðal annars eftir því hversu stór púðinn er, hversu stórt brjóstið er og hversu lengi púðinn hefur setið. Það er því næstum því ómögulegt að segja fyrir um almennt hvað gerist. 

Í vissum tilfellum getur verið gagn í að gera brjóstalyftingu eftir fjarlægingu púða. Annað hvort samtímis eða seinna þegar brjóstin hafa jafnað sig og hið endanlega útlit eftir fjarlægingu er komið í ljós.

Ef óskað er eftir nýjum púðum í staðinn er oftast svo að örvefshimnan sem er næst líkamanum er fjarlægð og þar með getur hinn nýji púði sest fast með sinni eigin örvefshimnu.

Ef settur er inn nýr púði má líta á þetta sem nýja aðgerð með brjóstapúða og allir þeir fylgikvillar sem eru mögulegir við fyrstu aðgerð eiga einnig við í þessu tilfelli.

Þó skipt sé um púða getur í sumum tilfellum verið nauðsynlegt að framkvæma brjóstalyftingu til að ná að besta mögulega árangri varðandi útlit á brjóstunum eftir aðgerð.  Þetta á sérstaklega við ef brjóstin hanga.

BRJÓSTALYFTING

Brjóstalyfting

Með aldrinum og eftir meðgöngu/brjóstagjöf teygist oft á húðinni svo mikið að brjóstin missa sitt upprunalega form. Brjóstin verða slöpp og hangandi og brjóstvörtusvæðið situr neðarlega á brjóstinu. Við brjóstalyftingu er fjarlægð laus húð, brjóstið mótað aftur og lyft þannig að brjóstvörtusvæðið sitji á réttum stað.

Aðgerðarformið er mjög líkt þvi sem notað er við brjóstaminnkun nema að það er einungis fjarlægð húð en ekki fita og brjóstvefur. 

Brjóstið heldur því stærð sinni en breytist í útliti (formi). Brjóstinu er bæði lyft og það mótað ásamt því að húðin er skorin til svo hún passi betur hinu nýja formi. Aðgerðin miðar að því að forma brjóstin meira eins og þau voru áður en ekki að minnka þau. Oft upplifa konur að brjóstið virðist stærra þar sem það situr nú aftur ofar á brjóstkassanum og stendur meira fram í stað þess að hanga niður .

Það eru margar ólíkar aðferðir við að framkvæma brjóstalyftingu en allar þessar aðferðir hafa það sameiginlegt að skilja eftir ör á brjóstinu. Það verður alltaf ör við kantinn af vörtubaug og við stærri lyftingu er einnig ör frá miðju brjóstsins að kanti þess. Í sumum tilfellum er ekki hægt að komast hjá því að setja ör undir brjóst í mismunandi lengd. Örin verða minni sjáanleg með tímanum en þó verður að gera ráð fyrir að þau hverfa ekki alveg.

Nude249707-Edit_edited.jpg

BRJÓSTAMINNKUN

Stór og þung brjóst geta verið til verulegs ama fyrir konur og valdið einkennum eins og verkjum í hnakka, öxlum og baki.

Einnig getur þetta valdið því að brjóstin hanga og brjóstvörtusvæðið sitji því neðarlega á brjóstinu. Við brjóstaminnkun er fjarlægður brjóstavefur og laus húð. Brjóstið er mótað aftur og því lyft þannig að brjóstvörtusvæðið sitji ofar og stærð brjóstanna sé í samræmi við líkamsbyggingu. 

​Líkt og í brjóstalyftingu eru margar ólíkar aðferðir við að framkvæma brjóstaminnkun en allar þessar aðferðir hafa það sameiginlegt að skilja eftir ör á brjóstinu. Það verður alltaf ör við kantinn af vörtubaug og á miðju brjóstsins niður að neðri kenti brjóstsins. Einnig verður ör undir brjóstinu í mismunandi lengd. Örin verða minni sjáanleg með tímanum en þó verður að gera ráð fyrir að þau hverfa ekki alveg.

BRJÓSTAMINNKUN KARLA - GYNEKOMASTIA

Brjóstastækkun hjá karlmönnum (Gynecomasty) getur komið fyrir á öllum aldursskeiðum og getur verið mjög hvimleitt og andlega erfitt.   Stækkun brjósts getur komið vegna misræmis í karl- og kvenhormónum. Sum lyf geta valdið brjóstastækkun sem aukaverkun. Það er einnig talað um pseudogynecomasty sem er oftast tengd offitu.

Það finnast margar ólíkar aðferðir við að framkvæma brjóstaminnkun hjá karlmönnum. 

Oftast er hægt að fitusjúga auka fitu og brjóstvef og húðin dregst saman nægjanlega á eftir að ekki þarf að skera.

 

En ef mikil aukahúð er til staðar getur þurft að fjarlægja húð. Það er misjafnt hvaða aðferð þarf að nota eftir hversu mikla aukahúð þarf að fjarlægja. Allar aðferðir eiga það sameignlegt að þær skilja eftir ör á brjóstinu.  Það verður alltaf ör við kanntinn af vörtubaug.  Það getur einnig verið nauðsynlegt að skera niður eftir  miðju brjóstsins og niður að neðri kannti brjóstsin og ör undir brjóst í mismunandi lengd.

Í flestum tilfellum verða örin minna sjáanleg með tímanum, þó verður að gera ráð fyrir að þau hverfa ekki alveg.

SÉRFRÆÐINGAR Í LÝTALÆKNINGUM

Helena_col_edited.jpg

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

Johannes%20Arnason_edited.jpg

JÓHANNES
​ÁRNASON

Lýtalæknir með sérhæfingu í  brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, nefaðgerðir, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

KariKnuts_edited.jpg

KÁRI KNÚTSSON

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

bottom of page