top of page

Steinar Ólafsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í almennum skurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Steinar Ólafsson er almennur skurðlæknir með áherslu á sjúkdóma í meltingarvegi og endaþarmi.
Á Klíníkinni tekur Steinar að sér mat á sjúklingum með kviðverki, meltingartruflanir, hægðarvandamál. Hann framkvæmir maga- og ristilspeglanir ásamt aðgerðir vegna gyllinæða, fistla og sprungna í endaþarmi.
Steinar lauk M.D. gráðu í læknisfræði við Medical University of Debrecen í Ungverjalandi árið 2016. Þaðan fluttist hann til Danmerkur og var í sérnámsgrunni í almennum skurðlækningum við Regionshospital Nordjylland Hjørring. Hann stundaði sérnám í almennum skurðlækningum við Aarhus Universitetshospital Skejby og við Regionshospital midtjylland Viborg frá 2018 til 2023.
Hann fékk danskt sérfræðileyfi í september 2023 og íslenskt sérfræðileyfi í desember 2023.

bottom of page