Starfsfólk
Jóhannes Árnason
Sérfræðingur í lýtalækningum
Jóhannes lauk almennu læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1995 og hóf sérnám í lýtalækningum árið 1997 í Bretlandi og síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem hann lauk námi. Hann fékk sérfræðingsleyfi í lýtalækningum árið 2004.
Jóhannes fékk mikinn áhuga á fegrunarlýtalækningum, sneri sér því snemma alveg að þeim og aflaði sér allrar mögulegrar þekkingu hjá þeim sem fremstir voru í því fagi í Skandínavíu og víðar. Hann er í fárra manna hópi sem hefur verið í svokölluðu fellowship í fegrunarlýtalækningum í Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Frá 2005 starfaði Jóhannes sem lýtalæknir við Plastikkirurgi Centrum, eina af stærstu klíníkum í fegrunarlýtalækningum i Skandínavíu og starfrækti stofur í Malmö og Kaupmannahöfn. Árið 2007 var klíníkin keypt af Akademikliniken, sem var önnur af þeim stóru á sviði fegrunarlýtalækninga. Jóhannes hélt síðan áfram störfum við Akademikliniken í Malmö og Kaupmannahöfn sem leiðandi lýtalæknir við þessa stærstu einkareknu lýtalæknaklínísku samsteypu í Skandínavíu.
Á árinu 2010 var Jóhannes beðinn um að taka þátt í að byggja upp tvö einkarekin sjúkrahús fyrir lýtalækningar i Kaupmannahöfn og Malmö fyrir nýja keðju lýtalæknaklíníka. Þar hóf hann störf i mars 2010 sem einn af eigendum þessara sjúkrahúsa, sem nú eru hluti af Teres Medical Group. Teres Medical Group er stærsta einkarekna lýtalæknakeðja i Skandínavíu með 17 klíníkur og um 30 starfandi lýtalækna.
Jóhannes er einn fárra lækna á Íslandi sem hefur sérhæft sig í fegrunaraðgerðum á nefi en hann hefur annars víðtæka reynslu af hvers kyns fegrunaraðgerðum. Hann hefur mikla sérþekkingu á brjóstastækkunum og notast við aðferð nefnda Biodimentional thinking við val á brjóstapúðum. Þá er stuðst við mælingar á brjóstum hvers einstaklings við val á púða. Þessi aðferð hefur rutt sér rúms síðustu ár með tilkomu anatomiska púða. Jóhannes er einn fárra í Skandínavíu sem hefur mikla reynslu í að koma brjóstapúðum fyrir í gegnum holhöndina. Þar með verða engin ör við brjóstið að aðgerð lokinni.
Einnig hafa svuntuaðgerðir og fitusog verið meðal uppáhaldsaðgerða, þar sem endurskapaður er flatur magi að hætti Hunstad, sem Jóhannes lærði af kollega sínum og vini, Joseph P. Hunstad, í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Jóhannes var meðal þeirra fyrstu sem notuðu fylliefni og Botox í Danmörku þegar það kom á markað. Frá 2012 hefur hann sinnt kennslu fyrir aðra lækna á Norðurlöndunum við meðhöndlun með fylliefnum (Restylan) og Botox fyrir Galderma.
Jóhannes framkvæmir jafnframt allar aðrar tegundir lýtalækninga, svo sem við augnlok, brjóstaminnkun, brjóstalyftingu, fitusog og fitufyllingar í brjóst eða afturenda. Þá meðhöndlar Jóhannes ör og önnur húðlýti.
Jóhannes leggur mikla áherslu á að viðhalda þekkingu sinni í lýtalækningum og fylgist með því sem er nýtt að gerast. Hann er mjög virkur í að sækja alþjóðlegar ráðstefnur í lýtalækningum.