Starfsfólk
Helena Sveinsdóttir
Sérfræðingur í lýtalækningum
Helena lauk almennu læknanámi frá Háskóla Íslands 1995. Hún stundaði sérnám í almennum skurðlækningum á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð og hlaut sérfræðileyfi í þeirri sérgrein 2002. Hún sérhæfði sig í lýtalækningum á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö, með sérfræðileyfi 2005.
Helena er sérhæfð í brjóstaskurðlækningum og enduruppbyggingu brjósta og vann við það lengst á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi og einnig á sjúkrahúsinu í Kristianstad.
Helena hóf störf við lýtalækningar/fegrunarlækningar 2009 á Citadellkliniken, sem er stærsta einkastofan í suður- Svíþjóð og næststærsta stofan í Svíþjóð í þessu fagi og ein fyrsta stofan sem framkvæmir brjóstastækkanir með öri í holhönd. Hún hefur verið í fullu starfi þar frá 2013 Helena framkvæmir allar algengustu aðgerðir á þessu sviði; brjóstaaðgerðir með stækkun, minnkun eða lyftingu, augnlokaaðgerðir, andlitslyftingu, fitusog, en uppáhaldsaðgerðirnar eru svuntuaðgerðir.