Fróðleikur

Beinþynning og efnaskiptaaðgerð

Efnaskiptaaðgerð getur aukið líkurnar á að þú þróir með þér beinþynningu.

Ertu ekki að taka kalk og hefur D vítamínið verið lágt lengi? Þú gætir verið í aukinni hættu á að fá beinþynningu.

Sjúkdómurinn oft einkennalítill

Sjúkdómurinn beingisnun og beinþynning er oft einkennalítill eða einkennalaus og uppgötvast stundum ekki fyrr en viðkomandi lendir í beinbroti og/eða fer að upplifa verki og hömlur í stoðkerfinu. Þá getur verið erfitt að snúa þróun sjúkdómsins við og einstaklingar sem lifa við beynþynningu eru í aukinni hættu á að brotna við minnstu biltu eða áverka.

Efnaskiptaaðgerðir geta haft áhrif

Efnaskiptaaðgerð getur aukið líkurnar á að þú þróir með þér beinþynningu en margir aðrir þættir hafa líka talsverð áhrif. Helst er þá að nefna þætti eins og erfðir (um 70% er erfðaþáttur), hækkandi aldur, tíðahvörf, kyn (konur 3x líklegri til að fá sjúkdóminn) og skort á kalki og D vítamíni.

Til þess að við getum nýtt kalkið sem best þurfum við að hafa nægar birgðir af D vítamíni í líkamanum. Það er því ekki nóg að taka kalk ef þig skortir D vítamín og auðvitað ekki nóg að taka D vítamín ef þig skortir kalk – þú þarft alltaf bæði. Auk þess að fá næringarefni til þess að stuðla að gróðri beinþéttni er líka mikilvægt að hreyfa sig reglulega en hæfilegt álag á líkamann og þar með beinin auka beinþéttnina.

D- vítamín er mikilvægt

Hætta á beinþynningu er aðeins meiri eftir hjáveitu en magaermi og hluti af skýringunni er sú að meltingarveginum hefur verið breytt meira í hjáveitunni. Frásog bæði D vítamíns og kalks er því ekki eins og það var fyrir aðgerð. Minnkað magn fæðu og fæðuval hefur líka mikið að segja.

Til þess að draga úr líkunum beingisnun eða beinþynningu er mikilvægt að láta mæla gildi D-vítamíns í blóði reglulega eftir efnaskiptaaðgerð. Magn kalks í blóði gefur ekki endilega rétta mynd af stöðu beinanna. Þegar skortur er á kalki í blóði nýtir líkaminn kalk úr beinum til að bæta það upp.

Beinþéttnimæling

Ef grunur er um beinþynningu  er hægt að fá greiningu með sérstakri beinþéttnimælingu.

Hægt er að fá tilvísun frá lækni til að láta mæla beinþéttni.

Heimildir:

Geoffroy, M., Charlot-Lambrecht, I., Chrusciel, J. et al. Impact of Bariatric Surgery on Bone Mineral Density: Observational Study of 110 Patients Followed up in a Specialized Center for the Treatment of Obesity in France. OBES SURG 29, 1765–1772 (2019). https://doi.org/10.1007/s11695-019-03719-5

Guðlaugsdóttir , B L , Engilbertsdóttir , S , Franzson , L , Gislason , H G & Gunnarsdóttir , I (2021) , ‘ D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala ‘ , Læknablaðið , bind. 107 , nr. 3 , bls. 137-143 . https://doi.org/10.17992/lbl.2021.03.627

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Ertu með spurningar?

Bókaðu viðtal

Ekki hika við að hafa samband.

A male doctor holding a clipboard, ready to provide medical care and record patient information.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.

Hafðu samband

Ármúla 9, 108 Reykjavík

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga
kl. 07:30 - 16:00

Samfélagsmiðlar

© Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin.