Fróðleikur
Áfengi og efnaskiptaaðgerðir
Eftir efnaskiptaaðgerð þarftu að fara varlega með áfengi.
Eftir efnaskiptaaðgerð þarft þú að fara varlega með notkun áfengis þar sem niðurbrot og upptaka alkóhóls í líkamanum er ekki það sama og það var fyrir aðgerð. Einnig aukast líkur á að þróa með sér alkohólisma hjá þeim sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð.
Þegar við neytum áfengis hefst niðurbrot alkóhóls í maga en eftir efnaskipataðgerð og þá sérstaklega eftir magahjáveitu þar sem maginn er einungis á stærð við valhnetu fer alkóhólið næstum beint í smágirnið. Það þýðir að alkóhól fer mjög hratt í blóðrásina og út í líffærakerfi líkamans þar á meðal til heila og lifur. Þegar þú drekkur áfengi eftir efnaskiptaaðgerð máttu búast við að verða fyrir áhrifum alkóhóls mun fyrr en venjulega og upplifa að áhrifin vari lengur. Þessi áhrif geta skapað ákveðna hættu, bæði á þvi að þú fáir áfengiseitrun og hin hefðbundnu áhrif áfengis, eins og minnkaða dómgreind, lélegri einbeitingu og hvatvísi. Fyrir utan að drykkir sem innhalda alkóhól eru hitaeiningaríkir þá erum við líklegri til þess að borða meira af hitaeiningum þegar við neytum alkóhóls.
Auknar líkur eru á að einstaklingar sem hafa farið í efnaskiptaðgerð þrói með sér alkóhólisma. Það er ekki að fullu ljóst hvað veldur en talið er að breytingar á meltingarvegi og meltingarhormón í samspili við umbunarkerfi heilans séu lykil áhrifavaldar. Oft er talað um að við skiptum um eina fíkn fyrir aðra, að alkóhólismi í kjölfar efnaskiptaaðgerðar sé afleiðning af þvi að við færum matarfíkn yfir á alkóhól. Þessi staðfæfing er þó ekki talin eiga við rök að styðjast þar sem líklegra þykir að efnaskiptaaðgerðin sjálf og lífeðlisfræðilegar breytingar í kjölfar hennar ýti undir ánetjun alkóhóls. Það er að segja að einstaklingar sem ekki hafa verið með matarfíkn eru jafn líklegir til þess að ánetjast alkóhóli eftir aðgerð og þeir sem telja sig hafa glímt við matarfíkn.
Rannsóknir sýna einnig að alkóhólismi virðist koma fram nokkrum árum eftir efnaskiptaaðgerð.
Samkvæmt munnlegum heimildum frá SÁÁ hefur orðið vart við aukna tíðni áfengissýki á Íslandi hjá einstaklingum sem hafa gengist undir efnaskiptaaðgerðir, sérstaklega þegar 2 – 3 ár eru liðin frá aðgerð.
Ef þú hefur átt í vanda með alkóhól fyrir aðgerð eru auknar líkur á að vandinn muni aukast eftir aðgerð. Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur sem getur valdið alvarlegu heilsutjóni, skaðað skaðað auk þess að oggetur verið frábending fyrir efnaskiptaaðgerð.
Þú getur alltaf leitað til SÁÁ:
https://www.saa.is/
Hvað er alkóhólismi:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5569
Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2280
Heimilidir:
Ivezaj, V., Benoit, S.C., Davis, J. et al. Changes in Alcohol Use after Metabolic and Bariatric Surgery: Predictors and Mechanisms. Curr Psychiatry Rep 21, 85 (2019). https://doi.org/10.1007/s11920-019-1070-8
Kwok, A., Dordevic, A., Paton, G., Page, M., & Truby, H. (2019). Effect of alcohol consumption on food energy intake: A systematic review and meta-analysis. British Journal of Nutrition, 121(5), 481-495. doi:10.1017/S0007114518003677
Fleira í fróðleik
Hugmyndir að máltíðum
Hvað á ég að borða? Hugmyndir að máltíðum.
Verkjalyf eftir efnaskiptaaðgerð
Það er mikilvægt að velja rétt verkjalyf.
Hægðatregða, hvað er til ráða?
Hægðatregða er mjög algenfur fylgikvilli eftir efnaskiptaaðgerðir.
Efnaskiptaaðgerðir - kostir og gallar ólíkra aðgerða
Aðalsteinn Arnarson fjallar um kostina og gallana.