Fréttir og fræðsla
Ný stjórn Klíníkurinnar Ármúla ehf.
Ný stjórn Klíníkurinnar Ármúla ehf. | Nýr formaður stjórnarinnar er Gestur Jónsson
October 8, 2025
Aðalfundur Klíníkurinnar var haldinn miðvikudaginn 27. ágúst 2025 í húsakynnum fyrirtækisins að Ármúla 7. Á fundinum var Gestur Jónsson kjörin formaður stjórnar og Hjálmar Þorsteinsson og Jóhannes Árnason koma nýir inn í stjórn, Kristján Skúli Ásgeirsson og Hrólfur Einarsson halda sæti sínu í stjórn félagsins.
Í varastjórn eru þeir Birkir Hólm Guðnason og Eyjólfur Árni Rafnsson en Eyjólfur var áður formaður stjórnarinnar.
„Klíníkin Ármúla hefur sannað gildi sitt fyrir íslenskt samfélag á undanförnum árum. Hér starfar sterkur hópur heilbrigðisstarfsfólks og veitir þjónustu sem bætir lífsgæði þeirra sem njóta. Við erum stolt af starfseminni og stefnum áfram að uppbyggingu Klíníkurinnar samfélaginu til heilla.“ er haft eftir Gesti Jónssyni nýjum formanni stjórnar.
Ný stjórn hefur gengið frá ráðningu við Kristján Jón Jónatansson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins.
Nýlegar fréttir og fræðsla

Ný stjórn Klíníkurinnar Ármúla ehf.
Ný stjórn Klíníkurinnar Ármúla ehf. | Nýr formaður stjórnarinnar er Gestur Jónsson
Oct 8, 2025

Langtímasamningar um lýðheilsuaðgerðir
Klíníkin fagnar nýjum langtímasamningi við Sjúkratryggingar Íslands sem tryggir fjölgun aðgerða og styttri biðlista.
Aug 12, 2025

Greiðsluþátttaka fyrir valdar hryggjaraðgerðir út 2024
Samningur náðist milli Klíníkurinnar og SÍ um greiðsluþátttöku í brjósklosaðgerðum og brottnámi liðbogaþynnu.
Nov 6, 2024

Brjóstateymi Klíníkurinnar eflist
Klíníkin hvetur til brjóstaskimunar og eflir þjónustu með því að bæta Svanheiði Lóu Rafnsdóttur í brjóstateymið.
Oct 23, 2024