Fréttir og fræðsla
Klíníkin hlýtur jafnlaunavottun
Klíníkin Ármúla hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
June 28, 2023
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Klíníkin Ármúla hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
Með vottuninni höfum við á Klíníkinni fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnum sem eiga að fyrirbyggja beina og óbeina mismunun og sýnt fram á að komið hefur verið á stjórnkerfi sem á að tryggja að ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Allt þetta miðar að því að viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Klíníkurinnar.
Vinna við jafnlaunakerfið hófst í nóvember 2022 og leituðum við til úttektaraðilans Versa Vottunar. Vinnan við að setja upp jafnlaunakerfið og úttektarferlið hjá Versa Vottun hefur hjálpað okkur að öðlast betri innsýn í jafnlaunamál og hvar tækifæri liggja til betrumbóta.
Við erum virkilega stolt af þessum áfanga okkar sem við teljum vera mikilvægan þátt í því að sýna samfélagslega ábyrgð.
Nýlegar fréttir og fræðsla

Langtímasamningar um liðskiptaaðgerðir
Klíníkin fagnar nýjum langtímasamningi við Sjúkratryggingar Íslands sem tryggir fjölgun aðgerða og styttri biðlista.
Aug 12, 2025

Greiðsluþátttaka fyrir valdar hryggjaraðgerðir út 2024
Samningur náðist milli Klíníkurinnar og SÍ um greiðsluþátttöku í brjósklosaðgerðum og brottnámi liðbogaþynnu.
Nov 6, 2024

Brjóstateymi Klíníkurinnar eflist
Klíníkin hvetur til brjóstaskimunar og eflir þjónustu með því að bæta Svanheiði Lóu Rafnsdóttur í brjóstateymið.
Oct 23, 2024

Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar
Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.
Aug 20, 2024