Fréttir og fræðsla
Klíníkin hlýtur jafnlaunavottun
Klíníkin Ármúla hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
June 28, 2023
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Klíníkin Ármúla hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
Með vottuninni höfum við á Klíníkinni fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnum sem eiga að fyrirbyggja beina og óbeina mismunun og sýnt fram á að komið hefur verið á stjórnkerfi sem á að tryggja að ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Allt þetta miðar að því að viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Klíníkurinnar.
Vinna við jafnlaunakerfið hófst í nóvember 2022 og leituðum við til úttektaraðilans Versa Vottunar. Vinnan við að setja upp jafnlaunakerfið og úttektarferlið hjá Versa Vottun hefur hjálpað okkur að öðlast betri innsýn í jafnlaunamál og hvar tækifæri liggja til betrumbóta.
Við erum virkilega stolt af þessum áfanga okkar sem við teljum vera mikilvægan þátt í því að sýna samfélagslega ábyrgð.
Nýlegar fréttir og fræðsla
At Hospital1, we offer a wide range of specialties to address your specific medical needs.
Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar
Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.
Aug 20, 2024
Mikilvægi ristilskimunar
Grein eftir Ásgeir Theodórs meltingarlæknir á Klíníkinni.
Apr 9, 2024
Guðrún Ása ráðin framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Klíníkin hefur ráðið Guðrúnu Ásu Björnsdóttir sem framkvæmdastjóra
Nov 10, 2023
#ómissandi
Baráttudagur kvenna er 24.október
Oct 24, 2023