Fréttir og fræðsla
Brjóstateymi Klíníkurinnar eflist
Klíníkin hvetur til brjóstaskimunar og eflir þjónustu með því að bæta Svanheiði Lóu Rafnsdóttur í brjóstateymið.
October 23, 2024
Október er mánuður vitundarvakningar um brjóstakrabbamein og í dag er bleikur dagur. Klíníkin vill nota tækifærið og hvetja öll til að mæta í brjóstaskimun og huga að eigin brjóstaheilsu.
Á Klíníkinni starfar öflugt brjóstateymi og það er afskaplega gleðilegt að segja frá því að nýlega bættist Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir í hópinn. Ætlunin er að styrkja enn frekar móttöku og þjónustu við einstaklinga vegna vandamála frá brjóstum.
Klíníkin lætur sig kvenheilsu varða og hefur undanfarin ár byggt upp öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir m.a. ýmis brjóstavandamál og kvensjúkdóma en brjóstateymið var stofnað af Kristjáni Skúla Ásgeirssyni brjóstaskurðlækni.
Kristján og Svanheiður eru reynslumiklir skurðlæknar með sérhæfingu í aðgerðum vegna m.a. brjóstakrabbameina, áhættustökkbreytinga (fyrirbyggjandi brjóstnám) og brjóstauppbyggingu eftir slíkar aðgerðir. Þau sinna einnig ýmsum fegrunaraðgerðum á brjóstum, brjóstaminnkunum, brjóstalyftingu, uppbyggingu brjósta með púðum eða eigin fituvef. Þau framkvæma líka aðgerðir til að fjarlægja brjóstapúða ásamt örvefnum umhverfis og gera viðeigandi lagfæringu til að fá sem bestu útlitsútkomu.
Brjóstateymið sinnir umfangsmikilli þjónustu við einstaklinga með stökkbreytingar í genum sem auka áhættu á brjóstakrabbameini. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og tímanleg inngrip þegar þörf er á áhættuminnkandi aðgerðum. Við erum stolt af því að geta tryggt öllum jafnt aðgengi að þessari nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu en stuðningur stjórnvalda í formi samninga við Sjúkratryggingar Íslands og gott skipulag starfseminnar gerir okkur það kleift.
Ekki má gleyma því að karlmenn geta einnig fengið brjóstakrabbamein og eru þeir almennt orðnir meðvitaðri um brjóstaheilsu. Þeir geta átt við ýmis vandamál tengd brjóstum eins og góðkynja stækkun á brjóstum (gynaecomastia) sem er oft til vandræða en auðvelt að meðhöndla.
Í anda bleiks októbers hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, gert brjóstaskimun nánast gjaldfrjálsa til að auka þátttöku kvenna í skimun. Hann hefur ítrekað sýnt í verki uppbyggilega og árangursríka nálgun gagnvart heilbrigðisþjónustu landsins. Hagsmunir einstaklingsins er alltaf útgangspunkturinn.
Að lokum hvetjum við öll að mála daginn bleikan og taka þátt í brjóstaskimun!
Nýlegar fréttir og fræðsla
At Hospital1, we offer a wide range of specialties to address your specific medical needs.
Greiðsluþátttaka fyrir valdar hryggjaraðgerðir út 2024
Samningur náðist milli Klíníkurinnar og SÍ um greiðsluþátttöku í brjósklosaðgerðum og brottnámi liðbogaþynnu.
Nov 6, 2024
Brjóstateymi Klíníkurinnar eflist
Klíníkin hvetur til brjóstaskimunar og eflir þjónustu með því að bæta Svanheiði Lóu Rafnsdóttur í brjóstateymið.
Oct 23, 2024
Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar
Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.
Aug 20, 2024
Mikilvægi ristilskimunar
Grein eftir Ásgeir Theodórs meltingarlæknir á Klíníkinni.
Apr 9, 2024