Fréttir og fræðsla
500 liðskiptaaðgerðir framkvæmdar
Þann 16. október 2023 var stór áfangi í sögu Klíníkurinnar
October 21, 2023
Þann 16. október 2023 var stór áfangi í sögu Klíníkurinnar er liðskiptaaðgerð númer 500 innan ársins 2023 var framkvæmd. Fyrsta liðskiptaaðgerðin hjá Klíníkinni var framkvæmd þann 7. febrúar 2017, alls hafa 1560 liðskiptaaðgerðir verið framkvæmdar á þessum tímamótum. Framundan eru afkastamestu vikur Klíníkurinnar innan liðskipta, en áformaðar eru um 700 aðgerðir á árinu.
Við fögnuðum þessum áfanga í vikulok, á myndinni eru þeir starfsmenn sem hafa borið hitann og þungan af sjálfum aðgerðunum, miklu fleiri koma þó að umönnun þeirra er á slíkri aðgerð þurfa að halda.
Nýlegar fréttir og fræðsla
At Hospital1, we offer a wide range of specialties to address your specific medical needs.
Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar
Á aðalfundi Klíníkurinnar sem fram fór í gær voru Eyjólfur Árni Rafnsson og Rannveig Rist kjörin nýir stjórnarmenn.
Aug 20, 2024
Mikilvægi ristilskimunar
Grein eftir Ásgeir Theodórs meltingarlæknir á Klíníkinni.
Apr 9, 2024
Guðrún Ása ráðin framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Klíníkin hefur ráðið Guðrúnu Ásu Björnsdóttir sem framkvæmdastjóra
Nov 10, 2023
#ómissandi
Baráttudagur kvenna er 24.október
Oct 24, 2023