top of page
Nude248592-Edit.jpg

FITUSOG Á LÍKAMA

Fitusog er aðgerð sem er ætlað að fjarlægja óæskilega fitu sem í sumum tilfellum safnast á ákveðna staði þar sem þess er ekki óskað.  Oft er um að ræða persónur í fínu líkamsformi en þrátt fyrir þjálfun og rétt mataræði lætur fitan ekki undan. Oftast eru það erfðir sem ráða hvar fitan safnast helst á fólk. Dæmigert er t.d að þetta safnast út á síðuna neðanverða (love handles), neðri hluta maga eða á utanverðar mjaðmir.  

 

Fitusog er því aðferð til að forma og breyta líkamsbyggingu en ekki til megrunar.

 

Við fitusog eru gerðir 3-5 mm skurðir og í gegnum þá er fitusogið með þunnum sogrörum.  Áður en fitusog hefst er spautað inn vökvablöndu sem spennir upp svæðið og dregur saman æðarnar. Einnig staðdeyfir vökvablandan svæðið sem á að fitusjúga. Fitan er sogin út með því að færa rörið fram og til baka og um það svæði sem á að fitusjúga. 

 

Örin eru óveruleg og reynt eftir besta megni að fela þau. Í flestum tilfellum verða örin minna sjáanleg með tímanum.

 

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fitusogið sjálft dregur ekki húðina saman. Húðin getur þó dregist saman að einhverju leiti á því svæði sem er fitusogið.  Það er þó mjög einstaklingsbundið hversu vel húðin dregst saman og einnig hvaða svæði er fitusogið. Húð sem er mjög laus og með sliti dregst yfirleitt illa saman og stundum er nauðsynlegt að skera burt húð samtímis til að ná bestum árangri við aðgerðina.

 

Einnig er mikilvægt að skilja að fitusog getur einungis fjarlægt fitu sem liggur undir húðinni en fita sem situr dýpra t.d. svokölluð kviðfita sem er í kringum þarma er ekki hægt að fjarlægja með fitusogi.

 

Það er ekki algengt að fita komi aftur þar sem hefur verið fitusogið. Öll fita er þó ekki fjarlægð og við verulega þyngdaraukningu getur fitan aukist aftur.  Flestir upplifa þetta sem varanlega breytingu og við þyngdaraukningu sest fitan annars staðar á líkamann, stundum á staði sem sem veldur jákvæðri breytingu t.d brjóst eða rass sem mögulega vantaði fyllingu.

FITUSOG - AUKAHAKA

Fitusog á hálsi og undir hökunni er mjög algengur staður þar sem beðið er um fitusog, bæði hjá grönnum einstaklingum og einnig þeim sem hafa meiri fitu.  Húðin á þessu svæði er oft vel búin til þess að dragast  saman sem veldur því að kjálkalína og hökulína verðs skarpari. Margir upplifa einnig að breytingin svarar til að viðkomandi hafi grennst töluvert, allt að 3-5 kg.

 

Stundum er þó húðin svo laus að nauðsynlegt er að framkvæma hálslyfingu eða andlitslyftingu til að ná bestum árangri út úr aðgerðinni.

FITUSOG - BRJÓST

Fitusog af brjóstum er ein algengasta aðferðin við að minnka brjóst hjá karlmönnum. Brjóstin innihalda bæði fitu- og kirtilvef og í flestum tilfellum er hægt að fjarlægja bæði við fitusog.

 

Ef um stærri brjóst er að ræða getur verið að húðin dragist ekki saman nóg til að ná tilskildum árangri og verður því að skera og minnka húðina.  

Fitusog á kvennmannsbrjóstum er sjaldgæf aðgerð en getur í sumum tilfellum formað brjóstið betur eða fjarlægt fitu út í síðunni við hliðina á brjóstinu.

FITUSOG - MAGI

Fitusog á maga er eitt algengasta svæðið sem beðið er um fitusog. Oftast getur húðin dregist nægilega saman og skilið eftir góðan árangur.

 

En húð sem hefur töluvert slit eða er svo mikil að hún nær ekki að dragast saman getur verið nauðsynlegt að framkvæma svuntuaðgerð til að ná tilskildum árangri. Þetta er stundum gert samtímis (fitusog og svuntuaðgerð) til að ná sem bestum árangri. Einnig er hægt að gera fitusog fyrst og sjá hvort það gefi tilskyldan árangur, ef ekki er hægt að gera svuntuaðgerð síðar.

Nude248672-Edit.jpg

FITUSOG - HLIÐAR

Hliðar eða svokölluð love handles er algengt svæði sem beðið er um fitusog. Þar getur safnast fyrir fita sem sem veltur út yfir buxnakant eða sést vel í kjólum. Mjög oft er þetta valdur þess að konum finnist þær vanta mitti og kemur oft eftir meðgöngu.

Húðin á þessu svæði er oftas mjög góð til að dragast saman.

FITUSOG - REIÐBUXNALÆRI

Fylling sem situr neðst á mjöðmum og utanverðu læri.  Er oft til ama vegna þess að þetta veldur því að buxnastærð þarf að vera  1 til 2 númerum stærri til að passa á þetta svæði.  Passa þarf þó við fitusog að ekki fjarlægja of mikið svo viðkomandi kona verði ekki bein niður og tapi kvenlegu formi líkamans.

FITUSOG - INNANVERÐ LÆRI

Fitusöfnun efst á innanverðu læri er mjög algeng hjá konum og getur verið til ama bæði vegna útlits en ekki síður vegna þess að lærin nuddast saman.  Með fitusogi er oftast hægt að bæta þetta ástand verulega.  Húðin á innanverðum lærum er þó frekar léleg til að dragast saman og verður það verra með aldrinum.

FITUSOG - INNANVERÐ HNÉ

Oftast er ekki mikil fita til að fjarlægja og mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er ekki auðvelt að skapa góðan árangur og oft er húðin svolítið laus og þetta er mjög hreyfanlegt svæði.  Bólga eftir fitusog er oftast lengi að ná sér, allt að 4-6 mánuði.

SÉRFRÆÐINGAR Í LÝTALÆKNINGUM

Helena_col_edited.jpg

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

Johannes%20Arnason_edited.jpg

JÓHANNES
​ÁRNASON

Lýtalæknir með sérhæfingu í  brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, nefaðgerðir, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

KariKnuts_edited.jpg

KÁRI KNÚTSSON

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

bottom of page