Liðskiptaaðgerð
með greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)*
*Upplýsingarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Þú bókar viðtal og skoðun hjá einum af okkar sérfræðilæknum sem sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum. Það er æskilegt að hafa tilvísun frá heimilislækni, en þó ekki nauðsynlegt.
Ef niðurstaða sérfræðilæknis er sú að liðskiptaaðgerð muni bæta lífsgæði og hreyfifærni þína, skráir hann þig á aðgerðarbiðlista hjá Klíníkinni. Aðgerðarbiðlisti er listi yfir þá skjólstæðinga sem kjósa að fara í liðskiptaaðgerð hjá Klíníkinni með greiðsluþáttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.
Þegar greiðsluheimild hefur fengist og röðin er komin að þér á aðgerðarbiðlistanum höfum við samband við þig varðandi næstu skref og væntanlegan aðgerðardag.
Athugaðu að Klíníkin hefur leyfi fyrir ákveðnum fjölda/kvóta liðskiptaaðgerða á vegum SÍ innan hvers aðgerðartímabils. Aðgerð verður því að falla innan þess kvóta sem SÍ úthlutar. Því getur liðið einhver tími frá því að greiðsluheimild fæst og þar til hægt er að framkvæma aðgerð.