top of page
Nude248841.jpg

ANDLITSLYFTING

Með aldrinum verða breytingar á andliti og hálsi.  Það er fyrst og fremst að fyllingin i andlitinu breytist og húðin missir hæfileikann til að dragast saman. Við það fara að myndast hrukkur og fellingar auk þess að andlitshúðin færist niður með þyngdarkraftinum.  Dæmigert er að fyllingin við kinnbeinið sýgur niður við það myndast djúp felling á mótum kinnar og varar, munnvikin fara að vísa meira niður og þar myndast felling. Varir tapa oft fyllingu og það koma pokar við hökulínuna. Húð á hálsi verður einnig laus og skerpa milli háls og höku tapast.

 

Margt hefur áhrif á hvenær þetta gerist en erfðir, reykingar og sól hafa mikil áhrif.  Einnig spilar inn hvernig húðin hefur verið meðhöndluð og hvort hugsað hafi verið um húðina.

 

Algengast ástæða að einstaklingur fari að velta fyrir sér andlitslyfingu er að andlitið er farið að líta þreytulega út og passar ekki alveg við hvernig hið innra útlit er. Oftast vill viðkomandi einungis líta frískari út en ekki að breytingar séu svo verulegar að viðkomandi verði svotil óþekkjanlegur.

 

Það eru nokkrar aðferðir við að framkvæma andlitslyftingu og því mikilvægt að nota þá aðferð sem passar hverjum sjúklingi best til að ná fram þeim breytingum sem viðkomandi vill sjá.  Það er því í gegnum samvinnu með þínum lýtalækni að meta þinn útgangspukt og hvað þú villt sjá sem breytingu og lýtalæknirinn útskýrir fyrir þér hvað sé best að gera til að uppfylla þær óskir.

 

Oftast er skurður i hárlínunni ofan við eyrað og svo niður framan við eyrað, upp bakvið eyrað og þvert yfir i hárlínuna.  Það er þó ekki alltaf svo að þurfi að fara bak við eyrað.  Oftast er einnig fitusogið undir höku og á hálsi.   Húðinni er lyft og það er endurformað i lagi sem er kallað SMAS og reynt að skapa andlitsform eins og það var eða að breyta í meira aðlaðandi form.  Húðin sem oftast er orðin svolítið teygð er klippt til og saumuð aftur.

AUGNLOK

Augnlok

Með aldrinum verða oftast breytingar á svæðinu kringum augun. Húðin missir hæfileikann til að dragast saman og við það fara að myndast hrukkur, laus húð og sjáanlegir augnpokar.  Efri augnlokin verða þung, leggjast jafnvel á augnhárin og skyggja á sjón.

 

Við neðri augnlok er dæmigert er að fyllingin við kinnbeinið sýgi niður við það myndast felling á mótum augnloks og kinnar sem myndar skugga (baugar). 

 

Margt hefur áhrif á hvenær þetta gerist en erfðir, reykingar og sól hafa mikil áhrif. Einnig spilar inn hvernig húðin hefur verið meðhöndluð og hvort hugsað hafi verið um húðina.

 

Algengt er að leitað sé til lýtalæknis vegna þess að viðkomandi finnist hún/hann vera með þreytulegt útlit, þung hangandi augnlok og poka undir augum, þó svo viðkomandi sé hvorki þreyttur né illa sofinn. Oft talar viðkomandi um að hún/hann finnst andlitið farið að líta þreytulega út og passi ekki alveg við hvernig hið innra útlit er. Oftast vill viðkomandi einungis líta frískari út en ekki að breytingar séu svo verulegar að viðkomandi verði svo til óþekkjanlegur.

 

Það eru nokkrar aðferðir við að framkvæma augnloksaðgerð og því mikilvægt að nota þá aðferð sem passar hverjum sjúklingi best til að ná fram þeim breytingum sem viðkomandi vill gjarnan sjá.  Það er því í samvinnu með þínum lýtalækni að meta þinn útgangspukt og hvað þú villt sjá sem breytingu og lýtalæknirinn útskýrir fyrir þér hvað sé best að gera.

NEFAÐGERÐ

Það geta verið ýmar ástæður að viðkomandi sé ekki ánægð/ur með útlit nefsins og gætu hugsað sér að breyta útliti þess.  Það eru bæði erfðir og uppruni sem hefur áhrif á hvernig nefið verður útlitslega. Einnig verða oft breytingar á nefi á kynþroskaárunum og síðan svolitlar breytingar með aldrinum. Slys eða íþróttaáverkar geta valdið því að nefið skaðast og breyti útliti.

Ef það eru þrengsli í nefi og vegna þessa öndunarvandamál um nef gæti verið gott að fá álit háls/nef og eyrnalæknis á vandanum. Það er þó oft hægt að bæta ástandið í einni og sömu aðgerð varðandi öndun og útlit.

 

Það er hægt að breyta útliti nefsins á mismunandi hátt. Ef um er að ræða of háan nefhrygg (arnarnef) er hægt að raspa niður beinið og rétta til brjóskið svo nefið verði meira beint séð frá hlið. Einnig getur nefið verið skakt, bogið eða of breitt og það er einnig hægt að lagfæra. Mjög algengt er að finnast nefbroddurinn of breiður, stór eða of langur (hangandi nef).  Oft er þetta blanda af því sem nefnt er hér að ofan og þarf að gera aðgerð sem breytir nefinu svo það virkar minna, jafnara og passi betur við andlit viðkomandi.

Það má því segja að nefaðgerð er ætluð að koma á móts við óskir þínar um stærð og útlit nefsins.  Það er því mikilvægt að þú í samráði með lýtalækninum farir í gegnum hvað þú ert ekki ánægð/ur með og hvaða væntingar þú gerir til breytinga.

 

Lýtalæknirinn mun fara með þér í gegnum hvað er hægt að gera og hvað er raunhæft og mögulegt út frá þínu upprunalega útliti.

Oft er notast við tölvugerða myndbreytingu til að reyna að sýna og gefa hugmynd um væntanlegar breytingar. Hafa verður þó í huga að tölvumyndin er einungis til viðmiðunar og til að aðstoða þig og lýtalækninn að skilja hvort annað og að þið séuð með svipaða hugsun um mögulega raunhæfa breytingu. Mundu þó að myndbreytingin er einungis viðmiðun og ekki hægt að vænta nákvæmlega eins útlits.

Lýtalæknirinn fer með þér í gegnum hvernig best sé að nálgast þínar væntingar á raunhæfan hátt og ná þeim breytingum sem þú vilt gjarnan sjá.

SÉRFRÆÐINGAR Í LÝTALÆKNINGUM

Helena_col_edited.jpg

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

Johannes%20Arnason_edited.jpg

JÓHANNES
​ÁRNASON

Lýtalæknir með sérhæfingu í  brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, nefaðgerðir, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

KariKnuts_edited.jpg

KÁRI KNÚTSSON

Lýtalæknir með sérhæfingu í brjóstaminnkun/-stækkun, fitusog, andlitslyfting, botox og fylliefnameðferð, blettatökur og svuntuaðgerðir

bottom of page