top of page

Njáll Vikar Smárason

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í bæklunarlækningum, Hryggjarskurðlæknir

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Njáll Vikar stundar almennar bæklunarskurðlækningar með áherslu á hryggjarvandmál.
Njáll Vikar nam læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi árið 2011 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 2012, eftir kandídatsár á Sjúkrahúsinu á Akranesi.
Í sérnámi sínu í bæklunarskurðlækningum við Sjúkrahúsið í Halmstad í Svíþjóð lagði hann snemma áherslu á bakvandamál og hryggjarskurðlækningar og hlaut réttindi sem bæklunarskurðlæknir í Svíþjóð árið 2019 og á Íslandi ári seinna. Njáll Vikar fékk boð um að koma eftir sérnámið sitt á Háskólasjúkrahúsið á Skáni og starfa þar sem hryggjarskurðlæknir og vann hann þar sem sérfræðingur á hryggjarskurðdeildinni í Malmö, allt þar til fjölskyldan fluttist heim til Íslands haustið 2020. Njáll Vikar vann þá bæði í heilsugæslu og í Orkuhúsinu en snéri þó fljótlega aftur á hryggjarskurðdeildina í Malmö og ferðaðist reglulega milli Íslands og Svíþjóðar. Njáll Vikar flutti aftur til Íslands haustið 2023 og hóf störf við Klíníkina vorið 2024.

bottom of page