Magnús Hjaltalín

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Magnús lauk námi í Læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2001 og sérnámi í svæfingar- og gjörgæslulækningum við Háskólasjúkrahúsið í Lundi árið 2007. Hann starfaði síðan sem sérfræðingur við Háskólasjúkrahúsin í Lundi og Malmö. Árin 2009 og 2011 fór hann með fjölskyldu sinni og starfaði sem yfirlæknir við gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í Dunedin á Nýja Sjálandi. Frá því 2012 hefur Magnús verið yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Ystad á Skáni og yfirmaður svæfingardeildarinnar frá 2013.

Hann stundar doktorsnám við Háskólann í Lundi og hefur sinnt kennslu við sérnám lækna í svæfingar og gjörgæslulækningum meðal annars við svæfingar á sjúklingum sem eiga við offitu að stríða og hefur unnið við offituaðgerðir síðan 2008 í Svíþjóð og í Noregi.

Einnig hefur hann unnið sem leiðbeinandi við Simulatorcentrum í Skáni og hefur Evrópu Diploma í svæfingum.