top of page

Kristján Skúli Ásgeirsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Kristján Skúli er sérhæfður brjóstaskurðlæknir, MS, FRCSEd (Gen Surg), einn fárra íslenskra skurðlækna sem hefur sérhæft sig í svokölluðum onkóplastíkbrjóstaskurðlækningum. Í einni og sömu aðgerðinni fjarlægir hann oft krabbamein úr brjóstum og fer jafnframt í brjóstauppbyggingu.

Kristján leggur metnað sinn í persónulega þjónustu á sviði brjóstaskurðlækninga. Hann hefur sérstakan áhuga á og mikla reynslu í að veita sérhæfða ráðgjöf og framkvæma fyrirbyggjandi skurðaðgerðir á konum í áhættuhópi brjóstakrabbameins vegna þekktra stökkbreytinga í brjóstakrabbameinsgenum (BRCA1 eða BRCA2) eða sterkrar fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein.

Auk þess að bjóða upp á allar tegundir hefðbundinna fegrunaraðgerða á brjóstum, svo sem brjóstastækkanir og brjóstaminnkanir, þá býður Kristján Skúli upp á sérhæfða þjónustu fyrir konur sem vilja láta fjarlægja brjóstapúða og ná sem bestum árangri varðandi útlit á eftir.

Hann ver líka miklum tíma í greiningu og meðferð góðkynja brjóstameina og framkvæmir lagfæringaraðgerðir á brjóstum kvenna sem áður hafa gengist undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins.

Kristján Skúli starfar nú annars vegar að hluta við The Nottingham Breast Institute, eina elstu og virtustu sérhæfðu brjóstaeiningu í Bretlandi og hins vegar á Klíníkinni Ármúla.

Hann lauk grunnámi í læknisfræði 1996 við læknadeild Háskóla Íslands og meistaranámi við sömu stofnun 1999. Í námi til meistaraprófs stundaði hann rannsóknir sem byggðust á grunnrannsóknum krabbameins.

Kristján Skúli fór síðan til Bretlands, lauk þar sérfræðinámi í almennum skurðlækningum og var jafnframt klínískur lektor við Háskólann í Nottingham á árunum 2002-2006. Hann sérhæfði sig í brjóstaskurðlækningum og 2006 hlaut hann afar eftirsóknarverða fellowship-stöðu í onkóplastík brjóstaskurðlæknum hjá samtökum breskra lýtalækna (BAPS) og brjóstaskurðlækna (ABS). Einungis níu slíkar stöður eru veittar á árlega á Bretlandseyjum.
Kristján Skúli hefur starfað sem sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum frá 2007.

Hann hefur ritað margar greinar í ritrýnd tímarit, einkum um brjóstakrabbamein og onkóplastikbrjóstaskurðlækningar. Hann hefur á síðustu árum verið í forystu fyrir norræna brjóstaskurðlækna (NORBS), sem vilja auka sérhæfingu í menntun og þjálfun ungra skurðlækna á þessu sviði. Hann hefur skipulagt fjölda ráðstefna, kennt víða og haldið mörg erindi um brjóstaskurðlækningar á alþjóðlegum ráðstefnum.

bottom of page