top of page

Jóhanna María Sigurðardóttir

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í almennum skurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Jóhanna María er almennur skurðlækninir sem leggur stund á ristil- og endaþarmsskurðlækningar. Hún tekur að sér mat á sjúklingum með kviðverki, meltingartruflanir og hægðavandamál. Hún framkvæmir ýmsar kviðsjáraðgerðir og maga- og ristilspeglanir. Hún gerir einnig aðgerðir vegna gyllinæða, fistla og sprunga í endaþarmi.
Jóhanna María nam læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi árið 2002. Hún fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi árið 2003 eftir kandídatsár á Landspítala. Hún starfaði síðan sem deildarlæknir á skurðsviði, svæfinga- og gjörgæsludeild og slysadeild Landspítala til ársins 2008.
Jóhanna María stundaði sérnámi í almennum skurðlækningum í Vasteras í Svíþjóð og hlaut sérfræðiréttindi árið 2014 í Svíþjóð og 2015 á Íslandi. Hún bætti við sig undirsérgrein í ristil- og endaþarmsskurðlækningum sem er þriggja ára nám í Svíþjóð á vegum Félags sænskra ristil- og endaþarmsskurðlækna (Svensk förening för kolorektal kirurgi, SFKRK)
Jóhanna María starfaði sem sérfræðingur í almennum skurðlækningum og ristil- og endaþarmsskurðlækningum við sjúkrahúsið í Vasteras frá árinu 2014 og varð yfirlæknir á ristil- og endaþarmsskurðdeild í Vasteras árið 2018. Í starfi sínu í Svíþjóð sinnti hún aðgerðum á kviðarholi með hefðbundnum hætti, kviðsjá og aðgerðarþjarki (róbot). Hún var einnig í vinnuhópi sem kom á skimun fyrir ristilspeglunum í Vasteras.
Jóhanna María flutti til Íslands árið 2023 en er í doktorsnámi um sarpabólgu (e. complicated diverticulitis) við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð sem stefnt er að ljúki 2025. Hún er einnig meðlimur í rannsóknarhópi í Vasteras sem hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknum á sarpabólgu og hefur hópurinn átt þátt í ýmsum breytingum og umbótum á meðferð við sjúkdómnum.

bottom of page