top of page

Hjálmar Þorsteinsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í bæklunarlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Hjálmar stundar almennar bæklunarskurðlækningar með áherslu á liðskiptaaðgerðir í mjöðmum og hnjám. Frá því að Klíníkin hlaut leyfi fyrir rekstur legudeildar hafa verið framkvæmdar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám. Í ljósi þess langa biðlista sem fyrirfinnst á Íslandi eftir þessum aðgerðum er augljós þörf á frekari meðferðarúrræðum til að mæta þeirri eðlilegu kröfu sjúklinga að snúa sem fyrst aftur til fyrri lífsgæða.

Hjálmar nam læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi 2001 og fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 2002 eftir kandídatsár á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hjálmar starfaði sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild og á bæklunarskurðdeildSjúkrahússins á Akureyri fram til ársins 2004.

Í sérnámi sínu í bæklunarskurðlækningum starfaði Hjálmar við bæklunarskurðdeild sjúkrahúsins í Halmstad, Svíþjóð auk tímabundinnar ráðningar við barnabæklunarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Malmö. Hjálmar hlaut sérfræðiréttindi í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð 2007 og á Íslandi 2008.

Hjálmar starfaði sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum við sjúkrahúsið í Halmstad frá ársbyrjun 2008, þar til hann var ráðinn sem yfirlæknir bæklunarskurðlækninga með ábyrgðarsvið á liðskiptaaðgerðum í ársbyrjun 2009. Frá 2010 og fram á mitt ár 2012 starfaði Hjálmar sem forstöðulæknir bæklunarskurðdeildar sjúkrahússins í Halmstad.

Hjálmar starfaði sem forstjóri Capio Movement, sem er einkarekið sjúkrahús á sviði bæklunarskurðlækninga, gigtarlækninga og myndgreiningar í Halmstad frá ágúst 2012 til september 2016. Hjálmar hóf störf við Klíníkina í september 2016 og var framkvæmdatjóri hennar frá þeim tíma til september mánaðar 2020.

bottom of page