Guðmundur Daníelsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í æðaskurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Guðmundur Daníelsson æðaskurðlæknir hefur áður starfað hjá Scandinavian Venous Centre sem er leiðandi fyrirtæki í meðferð bláæðasjúkdóma í Svíþjóð og Noregi. Starfar nú einnig hjá Aleris sjúkrahúsinu í Stavanger, Noregi. Mikilvægt við framkvæmd æðahnútaaðgerðar er góð kunnátta og reynsla í framkvæmd ómskoðana þar sem aðgerðin byggir á því.

Guðmundur Daníelsson hefur langa reynslu í innæðaaðgerðum á bláæðum og gerði fyrstu aðgerðina við Háskólasjúkrahúsið í Lundi árið 1995. Starfaði hjá Straub Clinic and Hospital í Honolulu, Hawaii um tveggja ára skeið frá 1999 og vann þar m.a við rannsóknir á innæðaaðgerðum. Hann varði doktorsritgerð um bláæðasjúkdóma árið 2003 þar sem meðal annars var fjallað um innæðaaðgerðir (Aspects on Chronic Venous Disease, Department of Vascular Diseases Malmö-Lund, Malmö University Hospital). Stærstur hluti æðahnútaaðgerða í Bandaríkjunum og Evrópu er nú gerður með innæðaaðgerðum og eru laseraðgerðir þar í meirihluta.