Friðrik Thor Sigurbjörnsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

Friðrik ólst upp sín fyrstu ár í Búðardal, þar sem faðir hans lagði stund á heimilislækningar, áður en flutt var til Reykjavíkur. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 2009 og hóf störf á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að loknu kandídatsári 2010. Hann starfaði við gjörgæslulækningar á Ealing Hospital í London frá 2012-2013 og tók þá stefnuna á Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem hann lauk sérnámi sínu árið 2015. 

Friðrik starfaði sem sérfræðingur á Karolinska í tvö ár eftir að sérnámi lauk, einna helst við svæfingar fyrir kransæða- og hjartalokuaðgerðir auk gjörgæslumeðferðar hjartveikra. Hann fluttist heim til Íslands haustið 2017.

HAFA SAMBAND

Klíníkin Ármúla

Ármúli 9,

108 Reykjavík

Sími: 519 7000

Tölvupóstfang: mottaka@klinikin.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is