top of page

Aðalsteinn Arnarson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í almennum skurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Aðalsteinn stundar kviðarholsskurðlækningar með áherslu á kviðsjáraðgerðir í efri hluta kviðar. Undir þá skilgreiningu falla meðal annars aðgerðir vegna gallsteina, vélindabakflæðis, kviðslita og offitu. Auk þess hefur hann áralanga reynslu af maga- og gallvegaspeglunum. Á Klíníkinni mun Aðalsteinn leggja sérstaka áherslu á meðferð sjúklinga með offituvandamál og nýta á þann hátt áralanga reynslu sína af þeim aðgerðum. Boðið er upp á nokkrar tegundir aðgerða sem koma til móts við ólíkar þarfir sjúklinga í þessum hópi.

Aðalsteinn las læknisfræði við Christian-Albrechts Universität í Kiel í Þýskalandi og fékk almennt lækningaleyfi 2003.

Í sérnámi sínu í almennum skurðlækningum starfaði Aðalsteinn við Blekingesjukhuset í Svíþjóð og hlaut réttindi sem sérfræðingur í Svíþjóð árið 2007 og á Íslandi árið 2008. Hann er einnig með sérfræðiréttindi í Noregi en þau fékk hann árið 2009.

Aðalsteinn starfaði sem sérfræðingur í almennum skurðlækningum við Blekingesjukhuset í Svíþjóð 2007-2015. Árin 2011-2015 vann hann jafnframt í hlutastarfi við Sørlandet sykehus Arendal, Noregi.

bottom of page