Aðalbjörg Björgvinsdóttir
NÁM OG STÖRF
Sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum

Aðalbjörg lauk embættisprofi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2002 og hlaut almennt lækningaleyfi 2004.
Hún stundaði sérnám á Landspítala Háskólasjúkrahúsi frá 2004-2005, Princess Royal Maternity Hospital í Glasgow frá 2005-2007 og á Sahlgrenska University Hospital í Gautaborg frá 2007-2011.
Aðalbjörg starfaði sem sérfræðingur í fæðingalækningum á Östra Sjukhuset í Gautaborg frá 2011-2015. Seinna starfaði hún sem sérfræðingur á Landspítalanum frá 2015 til lok árs 2016.
Nú er hún í Doktorsnámi við Háskóla Íslands með verkefni Blóðsegarek til lungna- áhættuskorun fyrir blóðsegarek á meðgöngu.