top of page

Þorsteinn Viðar Viktorsson

NÁM OG STÖRF

Sérfræðingur í almennum skurðlækningum

A%C3%B0albj%C3%B6rg_edited.jpg

Þorsteinn er almennur skurðlæknir með vissa áherslu á sjúkdóma í neðri hluta meltingarvegar (ristli og endaþarmi). Á Klíníkinni mun Þorsteinn koma að mati og meðferð sjúklinga vegna meðal annars kviðverkja, kviðslita (þ.m.t. kviðsjáraðgerðir á nárakviðslitum) og vandamálum tengdum ristli og endaþarmi (þ.m.t. aðgerðir vegna gyllinæðar og fistla). Þá kemur hann jafnframt að mati sjúklinga með tilliti til efnaskiptaaðgerða vegna ofþyngdar og starfa náið með Aðalsteini Arnarsyni og offituteyminu.

Þorsteinn lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands 2008. Eftir kandídatsár starfaði hann á Landspítala, fyrst á svæfinga- og gjörgæsludeild og síðar sem unglæknir á skurðsviði LSH næstu ár. Hann stundaði sérnám í almennum skurðlækningum á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð á árunum 2012 til ársloka 2017. Frá ársbyrjun 2018 til miðbiks 2021 starfaði hann við Östrasjúkrahúsið í Gautaborg á teymi sem meðhöndlar sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Þá hefur hann undanfarin ár reglulega leyst af á skurðsviði Landspítalans og undanfarna mánuði á sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann fékk sænskt sérfræðileyfi í skurðlækningum 2016 og jafnframt íslenskt sama ár.

bottom of page