Sértu í sóttkví, í hættu á Covid-19 smiti, með flensueinkenni eða kvefaður, þarf ávallt að fresta bókuðum tíma. Ef erindið þolir ekki bið eða ef þú ert óviss eða þarft aðstoð er rétt að biðja um símtal eða myndsamtal.
Fyrir símtöl og myndsamtöl er nú innheimt skv. nýrri gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands og ræðst kostnaður af tímalengd samtals og vinnu kring um það en einnig af greiðslustöðu þinni hjá SÍ.
Þú getur fengið boð í Heilsuveru um að velja þjónustuform. Þú hringir á stöðina eða sendir tölvupóst og lætur vita hvað þú vilt í síma 519 7000 eða á mottaka@klinikin.is