
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Klíníkurinnar Ármúla um framkvæmd 300 liðskiptaaðgerða á þessu ári voru undirritaðir 30.03.2023 og staðfestir af heilbrigðisráðherra. Með þessu nýtist betur afkastageta heilbrigðiskerfisins sem leiðir til styttri biðtíma sjúklinga eftir þessari mikilvægu þjónustu. Sjúklingum sem fá þjónustu á grundvelli samninganna er tryggð greiðsluþátttaka í samræmi við reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
Samningurinn tryggir þeim einstaklingum er hafa verið á biðlista Landspítala, Heilbrigðistofnunar Vesturlands - Akranes eða Sjúkrahússins á Akureyri í 9 mánuði eða lengur greiðsluþáttöku vegna liðskiptaaðgerða á mjöðm eða hné.
Ef þú ert í þessum hópi er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 519 7000 eða með tölvupósti á mottaka@klinikin.is til að bóka tíma fyrir viðtal og aðgerð. Ef þú sendir okkur tölvupóst óskum við eftir að eftirfarandi komi fram: nafn, kennitala, sími, hvað lið um er að ræða, hvar þú hefur verið á biðlista og hve lengi.