top of page
Search

Niðurstöður þjónustukönnunar vegna liðskiptaaðgerða á mjöðmum og hnjám

Síðasta þjónustukönnun Klíníkurinnar vegna liðskipta fór fram dagana 25. febrúar til 3. mars 2023 og fengu allir sjúklingar er gengist höfðu undir liðskipti árið 2022 skilaboð í smáskilaboðum (SMS) þar sem hægt var að svara spurningum varðandi upplifun sjúklings á þeirri þjónustu sem var veitt. Um var að ræða 325 aðgerðartilfelli og var þáttaka ásættanleg, en svar barst frá 171 þeirra eða 53% aðgerða.


Niðurstöður voru afar ánægjulegar en gefa okkur færi á að bæta okkur enn frekar, þær voru eftirfarandi:


1. Hversu ánægð (ur) ertu með þá þjónustu sem þú fékkst hjá Klíníkinni?


2. Hversu líkleg (ur) ertu til að mæla með Klíníkinni við vini og vandamenn?


3. Hversu ánægð (ur) varstu með undirbúninginn fyrir aðgerðina?


4. Hversu ánægð (ur) varstu með umönnun á legudeild eftir aðgerðina?


5. Hversu mikilvæg telur þú að umönnun á legudeildinni hafi verið?


6. Hversu ánægð (ur) varstu með eftirfylgni eftir aðgerðina?


7. Hversu mikilvæga telur þú sjúkraþjálfun í endurhæfingu þinni?


8. Komu upp fylgikvillar eftir aðgerðina?


9. Þurftir þú að leita á aðra heilbrigðisstofnun í kjölfar aðgerðar?


Fyrst bera að nefna að allir þeir er svöruðu könnunni voru ánægðir með þjónustuna, þar af voru tæplega 95% mjög ánægðir með þá þjónustu sem var veitt. Sömuleiðis voru allir sjúklingarnir ánægðir eða mjög ánægðir með undirbúninginn fyrir aðgerðina.


Það er þeim er til okkar hafa leitað að aðstaða og umönnun á legudeild í kjölfar aðgerðarinnar er þeim mikilvæg. Þannig töldu 99,4% hana vera mikilvægan eða mjög mikilvægan þátt í umönnun sinni.


Ljóst er að bætingu er þörf varðandi upplifun sjúklinga á eftirfylgd. Það er þó mat okkar að hluti skýringa sé að leita í tímabili á árinu 2022 þar sem aðstoð var veitt tímabundið við starf á Landspítala vegna Covid-19. Sú vinna olli samþjöppun á aðgerðum með skertum möguleikum á endurkomum tímabundið hjá aðgerðarlækni.


Mikilvægt er að tryggja beint aðgengi sjúklinga að sjúkraþjálfun í kjölfar liðskipta og höfum við tryggt aðgengið með þjónustusamningi við Atlas-Endurhæfingu enda sýna niðurstöður að sjúkraþjálfun er mikilvægur þáttur endurhæfingar í kjölfar liðskipta.


Það er mat 9,4% sjúklinganna að einhver fylgikvilli hafi komið upp við aðgerðina. Við yfirferð athugasemda þeirra er merkt höfðu við fylgikvilla, svöruðu langflestir flokknum annað undir valmöguleikum fylgikvilla. Þrír svöruðu undirflokknum sýking og var í öllum þeim tilvikum um yfirborðssýkingu að ræða. Þótt fylgikvillar séu alltaf óæskilegir virðast svör gefa til kynna að um vægari tegundir fylgikvilla hafi verið að ræða en djúp sýking eða liðhlaup. Ánægjulegt er að einungis 3,5% þurfti á aðstoð annarra heilbrigðisstofnana að halda í kjölfar aðgerðar. Hluti þeirra eru einstaklingar búsettir úti á landi sem sóttu þjónustu í heimabyggð við heftatöku.


Margar athugasemdir þeirra er svöruðu þjónustukönnunni voru staðfesting til okkar að við værum á réttri leið, ein af þeim var svo hljóðandi:


„Ég vil bara þakka ykkur öllum fyrir frábæra þjónustu, umönnun og viðmót í tengslum við aðgerðina. Ég hef öðlast nýtt líf og er afar þakklátur fyrir það. Bestu kveðjur og þakkir til ykkar allra :)“


bottom of page