Search

Laust starf - Sérhæfður starfskraftur/sjúkraliði

Klíníkin Ármúla leitar að þjónustulunduðum, sjálfstæðum og áreiðanlegum einstaklingi til starfa sem fyrst við nýstofnaða speglunardeild Klíníkurinnar – Meltingarklíníkina. Unnið er í dagvinnu og er starfshlutfall 40% eða eftir samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka sjúklinga

  • Frágangur á vörum og líni á speglunardeild

  • Hreinsun á tækjum og áhöldum

  • Aðstoða hjúkrunarfræðing og lækna eftir þörfum


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð

  • Sjúkraliðamenntun er kostur

Nánari upplýsingar hjá Láru Björk Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi í síma 611 1771 eða á mottaka@klinikin.is