Search

Laust starf - Hjúkrunarfræðingur

Klíníkin Ármúla leitar að þjónustulunduðum, sjálfstæðum og áreiðanlegum hjúkrunarfræðingi til starfa sem fyrst við nýstofnaða speglunardeild Klíníkurinnar – Meltingarklíníkina.

Unnið er í dagvinnu og er starfshlutfall 60% eða eftir samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka og undirbúningur sjúklinga fyrir speglun

  • Lyfjagjafir og vöktun sjúklinga í og eftir speglun

  • Aðstoð við speglanir

  • Önnur tilfallandi störf eins og hreinsun á tækjum og áhöldum

Menntunar- og hæfniskröfu:

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar hjá Láru Björk Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi í síma 611 1771 eða á mottaka@klinikin.is