top of page
Search

Hátíðarkveðja

Kæru landsmenn nær og fjær, við þökkum ykkur farsæla og ánægjulega samfylgd á árinu sem senn er liðið og vonum að árið 2023 verði okkur öllum til heilla.

Í ár styrkjum við Samhjálp en þeirra starf er hverju samfélagi mikilvægt. Samhjálp hefur það að markmiði að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna áfengis- og fíknisjúkdóms, fátæktar eða samfélagslegra vandamála, með því að stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Stuðningsfélagið Kraftur var okkur einnig ofarlega í huga en það er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Að lokum stendur hugur okkar ávalt nærri Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stendur ávalt með okkur.

Jóla- og áramótakveðjur frá starfsfólki Klíníkurinnar Ármúla!Comments


bottom of page