top of page
Search

Gæðaskráning fyrir liðskiptaaðgerðir gerðar á árinu 2022 á Klíníkinni

Kæru viðskiptavinir!


Við vekjum athygli á því að á næstu dögum munum við senda út könnun í smáskilaboðum til þeirra sem hafa komið til okkar í liðskipti á árinu 2022. Könnun þessi er liður í gæðaskráningu hjá okkur og mikilvægur þáttur í að tryggja og bæta gæði þjónustunnar sem Klíníkin veitir.


Framkvæmd og úrvinnsla könnunarinnar er alfarið í höndum valdra starfsmanna Klíníkurinnar. Könnunin verður nafnlaus og ekki rekjanleg til svarenda. Við viljum einnig vekja athygli á því að engum er skylt að svara könnuninni.


Óski svarendur eftir því að fá frekari rökstuðning á lögmæti könnunarinnar skal beina þeim fyrirspurnum til persónuverndarfulltrúa Klíníkurinnar á netfangið agnes@klinikin.is eða mottaka@klinikin.is.


Með fyrirfram þökk,


Starfsfólk Klíníkurinnar Ármúla

Comments


bottom of page