Spennandi fræðslu og matreiðsluámskeið hefst á Klíníkinni í janúar fyrir einstaklinga sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð (offituaðgerð).
Námskeiðið er frá 17. janúar til 7. febrúar 2023.
Námskeiðsdagar eru þriðjudagar 17. janúar, 24. janúar, 31. janúar kl.17:00 – 18:30, síðasti dagurinn er 7. febrúar en þá fer fram matreiðslunámskeið frá kl. 17:00 – 22:00 í Hússtórnarskólanum í Reykjavík.
Verð: kr. 34.900,- (3 fræðsludagar og 5 klst. matreiðslunámskeið og matur í Hússtjórnarskólanum).
Hægt er að koma aðeins á fræðsluhlutann og kostar hann kr.18.000,- (innifalið 3. skipti aðeins með fræðslu – ekki matreiðslunámskeið).
Nánari lýsing á námskeiðinu
Námskeiðið er 4 skipti fyrstu 3 skiptin á Klíníkinni í Ármúla en síðasta daginn erum við með verklegt matreiðslunámskeið í samstarfi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík.
Farið verður yfir helstu áhrif aðgerðarinnar, hvernig er best að viðhalda árangrinum, hvaða hindranir geta verið í vegi og hvernig sé best að vinna með þær. Lögð er áhersla á umræður ásamt nokkrum gagnlegum heimaverkefnum. Allir fá vinnubók við upphaf námskeiðsins.
Síðasta daginn (7. febrúar) verður námskeiðið haldið í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. þar verður farið verður yfir hvernig best er að setja upp matseðla fyrir sig og fjölskylduna. Hugmyndir af millimálum og nesti. Hvernig best er að skipuleggja og geyma mat þannig að hann nýtist sem best og forðast sóun. Síðast en ekki síst eldum við og útbúum fjölbreytta rétti, sem henta fólki með minna magamál og uppfylla næringarfræðilega þörf okkar. Við borðum svo saman í lok námskeiðs og fólk er hvatt til að taka með sér box og taka mat með sér heim.
Veglegt uppskriftahefti á netinu fylgir með.
Kennarar eru Bríet Birgisdóttir og Rut Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingar við Klíníkina
Kennari matreiðslunámskeiðs er Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, hún hefur kennt námskeið fyrir fullorðna sl. 20 ár, með fókus á grænmetisfæði, ofnæmi, óþol og breyttar matarvenjur. Hún átti og rak Á næstu grösum grænmetisveitingastað, Culina veisluþjónustu og hefur m.a. unnið á Sólheimum í Grímsnesi.
Skráningar á námskeiðið sendist á brietb@klinikin.is eða rute@klinikin.is

