Kristján Skúli Ásgeirsson

| Brjóstaskurðlæknir

Kristján Skúli er sérhæfður brjóstaskurðlæknir, MS, FRCSEd (Gen Surg), einn fárra íslenskra skurðlækna sem hefur sérhæft sig í svokölluðum onkóplastíkbrjóstaskurðlækningum. Í einni og sömu aðgerðinni fjarlægir hann oft krabbamein úr brjóstum og fer jafnframt í brjóstauppbyggingu.

Kristján leggur metnað sinn í persónulega þjónustu á sviði brjóstaskurðlækninga. Hann hefur sérstakan áhuga á og mikla reynslu í að veita sérhæfða ráðgjöf og framkvæma fyrirbyggjandi skurðaðgerðir á konum í áhættuhópi brjóstakrabbameins vegna þekktra stökkbreytinga í brjóstakrabbameinsgenum (BRCA1 eða BRCA2) eða sterkrar fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein.

Hann ver líka miklum tíma í greiningu og meðferð góðkynja brjóstameina og framkvæmir lagfæringaraðgerðir á brjóstum kvenna sem áður hafa gengist undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins.

Nám og störf

Kristján Skúli starfar nú annars vegar að hluta við The Nottingham Breast Institute, eina elstu og virtustu sérhæfðu brjóstaeiningu í Bretlandi og hins vegar á Klíníkinni Ármúla.

Hann lauk grunnámi í læknisfræði 1996 við læknadeild Háskóla Íslands og meistaranámi við sömu stofnun 1999. Í námi til meistaraprófs stundaði hann rannsóknir sem byggðust á grunnrannsóknum krabbameins.

Kristján Skúli fór síðan til Bretlands, lauk þar sérfræðinámi í almennum skurðlækningum og var jafnframt klínískur lektor við Háskólann í Nottingham á árunum 2002-2006. Hann sérhæfði sig í brjóstaskurðlækningum og 2006 hlaut hann afar eftirsóknarverða fellowship-stöðu í onkóplastík brjóstaskurðlæknum hjá samtökum breskra lýtalækna (BAPS) og brjóstaskurðlækna (ABS). Einungis níu slíkar stöður eru veittar á árlega á Bretlandseyjum.

Kristján Skúli hefur starfað sem sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum frá 2007.

 

Hann hefur ritað margar greinar í ritrýnd tímarit, einkum um brjóstakrabbamein og onkóplastikbrjóstaskurðlækningar. Hann hefur á síðustu árum verið í forystu fyrir norræna brjóstaskurðlækna (NORBS), sem vilja auka sérhæfingu í menntun og þjálfun ungra skurðlækna á þessu sviði. Hann hefur skipulagt fjölda ráðstefna, kennt víða og haldið mörg erindi um brjóstaskurðlækningar á alþjóðlegum ráðstefnum.

Utan vinnutíma

Kristján Skúli er mikill áhugamaður um langhlaup. Hann var mikill keppnismaður í hlaupum áður fyrr en nú hleypur hann sér til heilsubótar og andlegrar endurnæringar.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is