Ívar Gunnarsson 

| Svæfinga- og gjörgæslulæknir

Ívar er sérfræðingur í svæfingum, deyfingum og gjörgæslulækningum. Hann er einn fárra íslenskra svæfingalækna sem hafa sérhæft sig í svæfingum á börnum og hjartasvæfingum fullorðinna og barna.

Nám og störf

Ívar er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur og ólst þar upp að tvítugsaldri þegar hann fór í læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk læknaprófi 1994 og starfaði í þrjú ár á Landspítala eftir að kandítatsári lauk.

 

Árið 1998 hélt hann til Ann Arbor í Michiganríki í  Bandaríkjunum þar sem hann stundaði sérnám í svæfingum og gjörgæslu og síðan undirsérgrein í barnasvæfingum við Mott Children´s Hospital og hjartasvæfingum við University of Michigan. Hann vann sem sérfræðingur við Mott Children´s Hospital í Ann Arbor frá 2003 til 2005.

Ívar fluttist heim til Íslands árið 2005 og hefur síðan þá starfað sem sérfræðingur á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut samhliða starfi á Klíníkinni Ármúla frá árinu 2015.

Hann hefur verið í nefnd á vegum norrænu svæfinga- og gjörgæslusamtakanna – SSAI (Scandinavian Society of Anesthesia and Intensive Care) um kennslu í barnasvæfingum á Norðurlöndum frá árinu 2005. Hann hefur auk þess setið í aðalstjórn SSAI frá árinu 2014. Hann sinnir kennslu læknanema og hjúkrunarnema í tengslum við starf sitt á Landspítala. Hann hefur skrifað greinar um svæfingar og bókarkafla tengdan þeim.

Utan vinnutíma...

… hefur Ívar áhuga á útiveru með fjölskyldu sinni, lestri bóka og að horfa á góðar kvikmyndir.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is