Ingi Hrafn Guðmundsson

| Bæklunarlæknir

 

​Ingi Hrafn er sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Hann stundar almennar bæklunarskurðlækningar; handar- og fótaaðgerðir, liðspeglanir sem og liðskiptaaðgerðir í mjöðmum og hnjám.

 

Nám og störf

Ingi Hrafn ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann nam læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi 2008 og fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 2009 eftir kandídatsár á Landspítalanum. Ingi Hrafn starfaði sem deildarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akranesi 2009-2010 og á bæklunardeild LSH 2010-2011. Í ársbyrjun 2012 hélt hann til Borås í Svíþjóð í sérnám og lauk sérnámi sínu árið 2016.

Ingi Hrafn starfaði sem sérfræðingur á Södra Älvsborgs sjúkrahúsinu í Borås í þrjú ár eftir að sérnámi lauk. Hann fluttist heim til Íslands sumarið 2019.

Utan vinnutíma

Ingi Hrafn eyðir tíma sínum utan vinnunnar með tveimur börnum og sambýliskonu. Hann er mikill áhugamaður um allt sem tengist íþróttum og hefur stundað þær frá unga aldri. Í dag stundar hann þríþraut sér til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is