top of page

DSC06999_edited.png

LIÐSKIPTAAÐGERÐ Á HNÉ - HEILL EÐA HÁLFUR LIÐUR

Liðskipti hné

Liðskiptaaðgerð er endanlegt meðferðarúrræði liðskemmdar. Engin lyf eru til í dag sem snúa við þróun liðskemmda, þessa vegna þurfa sumir að gangast undir liðskipti til að fá bót sinna meina. Alltaf er þó reynt fyrst með einkennaminnkandi meðferð, svo sem reglulegri hreyfingu, þyngdarstjórnun og meðferð með bólgueyðandi lyfjum. Sumir finna einnig fyrir bættum lífsgæðum við að nota hnéspelkur við álag. 

Liðskipti á hné eru aðgerðir sem bæta lífsgæði einstaklinga, markmiðið er að verkir frá liðnum heyri sögunni til og hreyfifærni verði betri. Við framkvæmum tvær tegundir liðskipta á hné. Annars vegar þar sem öllum liðflötum er skipt út, svo kallað heilhné og hins vegar þar sem einungis innanverðum liðfleti hnésins er skipt út, svo kallað hálft hné. 

Yfir 95% einstaklinga sem gangast undir liðskipti hafa enn sama lið 10 árum síðar, ending gerviliða fer batnandi.

UPPLÝSINGAR UM LIÐSKIPTAAÐGERÐ:

Aðgerðartími:

Svæfing/slæving:

Tími á Klíníkinni:

Veikindaleyfi:

Verð:

U.þ.b. 60 mínútur

Slæving og mænudeyfing

Gisting í eina nótt

2-3 mánuðir

frá 1.200.000kr

KLINIKINLOGOg_edited.png
DSC06743_edited.jpg
_DSC1230_edited.png

TÍMABÓKUN

Þú getur bókað tíma hjá sérfræðingunum okkar í síma

519700 eða á heimasíðu Heilsuveru. Einnig getur heimilislæknir þinn sent okkur rafræna tilvísun og í kjölfarið þess munum bóka þig til viðtals og skoðunar.

VIÐTAL OG SKOÐUN

Þegar þú kemur til viðtals og skoðunar förum við sameiginlega yfir þinn heilsufarsvanda til að greina orsök. Byggt á mati læknisins, komið þið að sameiginlegri ákvörðun um meðferðarúrræði sem getur falist í sjúkraþjálfun, skurðaðgerð eða öðrum aðgerðum. Stundum þarf viðbótarrannsókn eins og röntgenmynd eða sýnatöku til að ákvarða hvaða meðferð hentar þér best. Ef nauðsyn krefur getur þú snúið aftur til læknisins til að fylgja eftir meðferð sem hafin er eða ákveðið skurðaðgerð.

INNRITUN

Um 1-2 vikum fyrir aðgerðina kemur þú í innritunarsamtal þar sem farið er yfir þína heilsufarssögu, hjartalínurit er tekið og farið er yfir niðurstöður úr blóðrannsóknum. Þar hittir þú hittir þinn skurðlækni og svæfingalækni. Við biðjum þig um að svara ítarlegum spurningalista sem metur þína færni og verki við athafnir daglegs lífs.

UNDIRBÚNINGUR

Við leggjum áherslu á að þú sért vel undirbúin/-nn fyrir aðgerðina. Mikilvægt er að meðferð þeirra sjúkdóma sem þú glímir við sé eins góð og möguleg er, þetta á sérstaklega við þig sem ert með sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma. Einnig er mikilvægt að sjúkraþjálfun sé regluleg og að þú sért búin/-nn að læra að nota hækjur, okkar sjúkraþjálfarar hjálpa þér með þetta. Okkar sjúkraþjálfarar eru frá Atlas-Endurhæfingu og haft verður samband við þig um viku fyrir aðgerð. Mikilvægt er einnig að heimilið sé tilbúið þannig að þér líði sem best heima eftir aðgerðina. Gott ráð er að fjarlægja lausar mottur þar sem þær geta verið fallvaldur.

AÐGERÐ

Þú kemur til okkar að morgni aðgerðardags, þú færð öll fyrirmæli um hvenær þú mætir og hvenær þú átt að byrja að fasta við innritun. Sjálf aðgerðin tekur um 1-1,5 klst. Eftir aðgerðina ertu fyrst á vöknun þar sem fylgst er náið með hvernig þér líður. Leið og þú ert vel vöknuð/vaknaður og engin ógleði er til staðar færðu að borða og síðan er komið að því að þú fáir að koma á fætur og byrja að reyna á nýja liðinn. Fyrsta fótaferð er að ganga á klósettið, þetta gerir þú með hjálp okkar og göngugrindar eða með hækjum. Þú færð svo fljótlega að fara upp á herbergi þar sem hjúkrunarfræðingur legudeildar tekur á móti þér. Flestir eru heimferðarfærir eftir eina nótt, það fer þó eftir hvernig þér gengur með endurhæfinguna, að verkjastilling sé í lagi og engin ógleði sé til staðar.

EFTIRFYLGD

Þú kemur í saumatöku um tveimur vikum eftir aðgerð þar sem hefti eða saumar eru fjarlægðir og eftirlit á sárinu. Þú heldur áfram í sjúkraþjálfun eins lengi og þörf er á. Við viljum vita hvernig þér líður, þér er alltaf velkomið að hafa samband við okkur á Klíníkinni.

LIÐSPEGLUN HNÉ

Liðspeglun hné

Liðspeglun á hné er tiltölulega algeng aðgerð og fyrir aðgerðinni geta verið ýmsar ástæður. Algengast þó að um liðþófavanda sé að ræða sem hjá yngri einstaklingum er oftast vegna áverka og hjá þeim sem eldri eru vegna framgangs slitgigtar. Liðspeglun er gerð með litlum götum á hnéliðinn þar sem farið er inn með myndavél og verkfæri bæði til greiningar og meðferðar á þeim vandamálum sem í liðnum eru. 

Flestir eru fljótir að jafna sig eftir liðspeglunaraðgerð en það fer að sjálfsögðu eftir eðli vandans hve langur sá tími er. 

UPPLÝSINGAR UM LIÐSPEGLUN:

Aðgerðartími:

Svæfing/slæving:

Tími á Klíníkinni:

Veikindaleyfi:

Verð:

U.þ.b. 30-60 mínútur

Svæfing

Heim samdægurs

1-4 vikur

Samkvæmt gjaldskrá SÍ

KLINIKINLOGOg_edited.png
_DSC0094_edited.jpg
_DSC0590_edited.jpg

TÍMABÓKUN

Þú getur bókað tíma hjá sérfræðingunum okkar í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru. Einnig getur heimilislæknir þinn sent okkur rafræna tilvísun og í kjölfarið þess munum bóka þig til viðtals og skoðunar.

VIÐTAL OG SKOÐUN

Þegar þú kemur til viðtals og skoðunar förum við sameiginlega yfir þinn heilsufarsvanda til að greina orsök. Byggt á mati læknisins, komið þið að sameiginlegri ákvörðun um meðferðarúrræði sem getur falist í sjúkraþjálfun, skurðaðgerð eða öðrum aðgerðum. Stundum þarf viðbótarrannsókn eins og röntgenmynd eða segulómskoðn til að ákvarða hvaða meðferð hentar þér best. Ef nauðsyn krefur getur þú snúið aftur til læknisins til að fylgja eftir meðferð sem hafin er eða ákveðið skurðaðgerð.

UNDIRBÚNINGUR

Við leggjum áherslu á að þú sért vel undirbúin/-nn fyrir aðgerðina. Mikilvægt er að meðferð þeirra sjúkdóma sem þú glímir við sé eins góð og möguleg er, þetta á sérstaklega við þig sem ert með sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma. Þú fastar í sex klukkustundir fyrir áætlaðan aðgerðartíma, þú mátt þó drekka tæra drykki þar til tveimur klukkustundum fyrir aðgerð. 

AÐGERÐ

Þú kemur til okkar á fyrirfram ákveðnum tíma, þú munt fá SMS til áminningar um tímann. Sjálf aðgerðin tekur um 0,5-1,0 klst. Eftir aðgerðina ertu fyrst á vöknun þar sem fylgst er náið með hvernig þér líður. Leið og þú ert vel vöknuð/vaknaður og engin ógleði er til staðar færðu að borða. Þegar því er lokið eru flestir heimferðafærir, þó eftir hvernig verkjastilling er og að engin ógleði sé til staðar.

EFTIRFYLGD

Í flestum tilvikum eru saumar fjarlægðir á heilsugæslu um tveimur vikum eftir aðgerð. Þú færð beiðni á sjúkraþjálfun á aðgerðardegi og hefur sjúkraþjálfun samkvæmt leiðbeiningum læknis og sjúkraþjálfara. 

LEIÐANDI SÉRFRÆÐINGAR Á SÍNU SVIÐI

Hjalmar_edited.jpg

HJÁLMAR
ÞORSTEINSSON

Bæklunarskurðlæknir

Bæklunarskurðlæknir með sérhæfingu í

liðskiptaaðgerðum á mjöðmum og hnjám.

Sinnir einnig öllum almennum bæklunarlækningum

bæði hvað varðar greiningu, meðferð og aðgerðir.

IngiHrafnG_edited.jpg

INGI HRAFN
GUÐMUNDSSON

Bæklunarskurðlæknir

Bæklunarskurðlæknir með sérhæfingu í

handar- og fótaraðgerðum, liðspeglanir á hné sem og liðskiptaaðgerðum á mjöðmum og hnjám.

Sinnir einnig öllum almennum bæklunarlækningum

bæði hvað varðar greiningu, meðferð og aðgerðir.

bottom of page