Leiðandi sérfræðingar //

Í Klíníkinni Ármúla starfa leiðandi sérfræðingar í eftirtöldum sérgreinum:

  • Brjóstaskurðlækningar

  • Bæklunarlækningar

  • Gigtarlækningar

  • Lýta- og fegrunarlækningar

  • Offitu- og almennar skurðlækningar

  • Æðaskurðlækningar

  • Svæfinga- og gjörgæslulækningar

Greining, meðferð, eftirlit //

Við greinum þinn heilsuvanda, leggjum upp meðferðaráætlun í samráði við þig og fylgjum meðferðinni eftir þannig að gæði þjónustunnar séu tryggð. Hjá okkur hefur þú aðgang að fyrsta flokks læknisþjónustu hvort sem það er læknisviðtal, aðgerð eða endurkoma til hjúkrunarfræðings. 

​Í Ármúla 9 starfa að auki eftirfarandi fyrirtæki á heilbrigðis- og velferðarsviði:

Fullkomnar skurðstofur //

Á Klíníkinni eru 4 skurðstofur búnar nýjustu tækjum og búnaði sem uppfyllir ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða. Sérhönnuð kennslustúka er við eina skurðstofuna, sem er nýmæli hérlendis. Hún gerir nemum, heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum kleift að fylgjast með aðgerðum í gegnum gler og ræða við lækna að störfum þar í sérstöku hljóðkerfi. Þórunn A. Einarsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er verkefnastjóri á skurðstofunum og hefur yfirsýn með starfseminni þar.

Myndband //

Meðferð við háræðasliti

Meðferð við æðasliti er einföld og er gerð á stofu án deyfingar. Meðferðin eyðir sýnilegum æðum í húð.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is