

Halla Fróðadóttir
| Lýta- og fegrunarlæknir
Halla er sérfræðingur í lýta- og fegrunarlækningum. Halla starfar samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands hvað varðar lýtalækningar. Halla gerir einnig allar helstu fegrunaraðgerðir sem falla utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
Nám og störf
Halla lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001 og hélt til Svíþjóðar að loknu kandídatsári þar sem hún lauk sérnámi í lýtalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Malmö haustið 2009.
Veturinn 2009-2010 dvaldi hún í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum til að fylgjast með og læra af mörgum af helstu lýtalæknum þar við fegrunarlækningar og enduruppbyggingu brjósta.
Hún hefur starfað sem lýtalæknir á bruna- og lýtadeild Landspítala frá 2010 og lagt áherslu á endurbyggingu brjósta eftir krabbameinsaðgerð og starfar náið með sáramiðstöð Landspítala.
Frá ársbyrjun 2015 hefur Halla einnig starfað að hluta til á einkareknu sjúkrahúsi í Svíþjóð við fegrunaraðgerðir og lýtaaðgerðir eftir magahjáveituaðgerðir. Halla hóf störf við Klíníkina Ármúla 2015.
Halla er formaður Félags íslenskra lýtalækna og situr í stjórn Skurðlæknafélags Íslands.
Hún leggur mikla áherslu á að sækja sér viðhaldsmenntun og nýjungar í faginu og sækir reglulega ráðstefnur og námskeið í lýtalækningum.
Hún leggur áherslu á persónulega þjónustu og telur góð samskipti vera lykil að vel heppnuðu samstarfi læknis og sjúklings.
Utan vinnutíma
Halla býr í Mosfellsdal ásamt eiginmanni og þremur sonum, tíkinni Heru, kettinum Kela og 30 landnámshænum.
Helstu áhugamál hennar og fjölskyldunnar eru útivist, hestamennska, ferðalög og veiðar.