Friðrik Thor Sigurbjörnsson 

| Svæfinga- og gjörgæslulæknir

Friðrik Thor er sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Hann hefur sérlegan áhuga á svæfingum sjúklinga fyrir hjarta- og lungnaskurðaðgerðir, svo og gjörgæslumeðferð í tengslum við slíkar aðgerðir.

Nám og störf

Friðrik ólst upp sín fyrstu ár í Búðardal, þar sem faðir hans lagði stund á heimilislækningar, áður en flutt var til Reykjavíkur. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 2009 og hóf störf á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að loknu kandídatsári 2010. Hann starfaði við gjörgæslulækningar á Ealing Hospital í London frá 2012-2013 og tók þá stefnuna á Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem hann lauk sérnámi sínu árið 2015. 

Friðrik starfaði sem sérfræðingur á Karolinska í tvö ár eftir að sérnámi lauk, einna helst við svæfingar fyrir kransæða- og hjartalokuaðgerðir auk gjörgæslumeðferðar hjartveikra. Hann fluttist heim til Íslands haustið 2017.

Utan vinnutíma

Friðrik eyðir tíma sínum utan vinnunnar með tveimur börnum og sambýliskonu. Hann eflir andann með gítarspili og skemmtilestri en líkamann ræktar hann í Crossfit og hinum ýmsu hindranahlaupum utan vega.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is