Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Leiðandi sérfræðingur á sínu sviði //

Tryggvi Björn Stefánsson er  skurðlæknir með sérhæfingu á aðgerðum ristils, endaþarms og endaþarmsops. Auk þess sinnir hann öllum almennum skurðlækningum.

Aðgerðirnar eru framkvæmdar á Klíníkinni en enn sem komið er móttakan á meltingardeild Læknastöðvarinnar í Glæsibæ.

LASERAÐGERÐ - NÝJUNG Á SVIÐI AÐGERÐA VIÐ ENDAÞARM

Aðgerðir á endaþarmssvæði vegna t.d. gyllinæðar, tvíburabróðurs eða fistilgangs hafa verið sársaukafullar í kjölfar aðgerðar. Með tilkomu nýrrar aðgerðartækni með laserlegg þar sem æðahnútur eða skemmd er lokuð með laserbrennslu er árangur bæði betri og sársaukaminni.

Tryggvi er sérfræðingur í notkun þessarar aðgerðartækni vegna vanda við endaþarm.

Helstu heilsuvandar sem geta leitt til aðgerðar//

Sjúkdómar í endaþarmi og endaþarmsopi (Proktologia)

 • Sár í endaþarmsopi (fissura ani).

 • Gyllinæð (hemorroids).

 • Slímhúðarsig í endaþarmi (Mucosal prolaps)

 • Endaþarmssig (Rectal prolaps)

 • Ytri gyllinæð (Thrombosed external hemorroid).

 • Ytri separ (Hemorroidal skin tags).

 • Húðsjúkdómar í endaþarmsopi.

 • Kýli í endaþarmsopi (Anal abscess).

 • Fistilgangur í endaþarmsopi (anal fistula)

 • Krabbamein í endaþarmi.

 • Krabbamein í endaþarmsopi.

 • Kynfæravörtur (Condyloma ani).

 • Anal intraepithelial neoplasia.

 • Sár í endaþarmi (Solitary rectal ulcer)

 • Separ í endaþarmsopi

 • Tvíburabróðir (Sinus Pilonidalis)

 • Hægðaleki (anal incontinence)

 • Hægðalosunarerfiðleikar (impaired defecation)

 

Einkenni eru oft: Verkur, kláði, blæðing, útferð, fyllitilfinning, hægðaþörf, rembingsþörf, klíningur.

 

Almennar skurðlækningar:

 • Kviðverkir.

 • Kviðslit (Í kviðvegg, nafla, nára, öri)

 • Húðbreytingar og blettir

 

Rannsóknir:

 • Ómskoðanir á kvið, endaþarmi og endaþarmsopi. (Ultrasound)

 • Skoðun á endaþarmsopi (Anoscopia)

 • Endaþarmsspeglun (Rectoscopia)

 • Ristilspeglun (Colonoscopia)

 • Magaspeglanir (Gastroscopy)

Verðskrá:

Allar aðgerðir/rannsóknir eru innan samnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands með þeirri undantekningu að laserleggir sem notaðir eru við vissar aðgerðir við endaþarm greiðir sjúklingur sjálfur að fullu. Kostnaður við legginn er á bilinu 30-40 þúsund krónur. 

Myndband //

Útskýring á laseraðgerð vegna gyllinæðar (hemorroids)

Laser þráður er notaður til þess að brenna æðaflækjurnar í gyllinæðinni og er því ekki fjarlægður neinn vefur í kring um gyllinæðina eins og gert er í hefðbundinni aðgerð. Áður voru skilin eftir stór sár sem verkjaði í 1-2 vikur eftir aðgerðina og stundum var erfitt að fá þessi sár til þess að gróa. Sjúklingarnir gátu þurft að vera frá vinnu í 1-3 vikur. Við nýja aðgerðartækni með laser verður vefjaskaðinn miklu minni og ekki þörf á að vera frá vinnu nema 2-3 daga.

Myndband //

Útskýring á laseraðgerð vegna tvíburabróður (sinus pilnidalis)

Við laseraðgerð vegna tvíburabróður hafa framfarirnar verið ennþá meiri en miðað er við hefðbundna meðferð. Áður varð að hlífa sárinu algjörlega í 10 daga sem oftast þýddi fjarveru frá vinnu eða skóla í amk 2 vikur. Þar að auki sýktust sárin í um 20% tilfella sem orsakaði ennþá lengri gróanda á sárinu. Nú er fjarvera frá vinnu 1-2 dagar við laseraðgerð auk þess sem sárið er ekki jafn viðkvæmt og áður.